fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Sport

Léleg skotnýting felldi Ísland

Máttu ekki við ósigri gegn Sviss

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. september 2016 17:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið í körfuknattleik karla tapaði í dag sínum öðrum leik í röð í undakeppni EM. Liðið lék við Sviss á útivelli en Íslendingar unnu öruggan sigur á liðinu í Laugardalshöll á dögunum. Nú snerist dæmið við.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þó Íslendingar væru yfirleitt með nauma forystu. Í þeim síðari hallaði undan fæti. Sviss náði mest 11 stiga forystu í síðari hálfleik. Áhlaup Íslendinga hófst of seint en liðið var með afleita nýtingu utan þriggja stiga línunnar lengst af í leiknum. Í blálokin fór liðið að hitta en minnkaði muninn aðeins niður í þrjú stig áður en yfir lauk. Lokatölur urðu 83-80, Sviss í vil.

Varamaðurinn Elvar Friðriksson lék manna best í íslenska liðinu auk þess sem Haukur Helgi Pálsson var góður framan af leik. Lykilmenn eins og Jón Arnór Stefánsson og Hörður Axel Vilhjálmsson áttu slakan dag – það munar um minna.

Með sigri hefði risaskref unnist í átt að því að tryggja liðinu sæti á EM næsta haust en allt kom fyrir ekki. Ísland er í öðru sæti riðilsins með 4 stig eftir 4 leiki en Sviss vann í dag sín fyrstu tvö stig. Belgar leiða riðilinn með 8 stig, fullt hús. Kýpur heur 2 stig. Ísland á eftir að leika við Belgíu og Kýpur hér heima.

Efsta liðið í riðlinum kemst beint á EM auk fjögurra liða sem hafna í öðru sæti riðlanna sex. Ósigurinn í dag veikir stöðu Íslands til muna, þó nóttin sé ekki úti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool hugsi eftir að Trent birti þessa mynd í dag

Stuðningsmenn Liverpool hugsi eftir að Trent birti þessa mynd í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Erik ten Hag gæti landað mjög stóru starfi í sumar

Erik ten Hag gæti landað mjög stóru starfi í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Íhuga óvænt að sparka Martinez – Eftirsóttur maður á blaði

Íhuga óvænt að sparka Martinez – Eftirsóttur maður á blaði
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Látinn víkja úr hótelherbergi sínu – Frægur einstaklingur þurfti að komast að

Látinn víkja úr hótelherbergi sínu – Frægur einstaklingur þurfti að komast að
433Sport
Í gær

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans
433Sport
Í gær

Gjörbreytt útlit stjörnunnar vekur athygli

Gjörbreytt útlit stjörnunnar vekur athygli