fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Sport

Usain Bolt: Ég ekkert unglamb lengur

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. ágúst 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Usain Bolt vann sín önnur gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Río í nótt þegar hann kom fyrstu í mark í 200 metra hlaupi. Tími hans var 19,78 sekúndur sem er ekkert sérstakur tími og var langt frá sínu besta á þessari vegalengd. Heimsmet hans er 19,19 sem hann setti í Berlín 2009. Kanadamaðurinn Andre de Grasse varð í öðru sæti í hlaupinu og Christophe Lemaitre frá Frakklandi varð þriðji.

Bolt, sem verður þrítugur á sunnudaginn kemur, sagði eftir hlaupið að það hefði verið gaman að vinna en tíminn væri ekkert til að hrópa húrra fyrir.

„Ég er ekkert unglamb lengur og við göngum ekkert að því vísu að ég verji þessa titla mína á næstu leikum. Það kostar mikla vinnu að vera fremsti hlaupari í heiminum. Ég hef lagt mikið á mig en auðvitað er maður að eldast. Ég vissi alveg að ég var ekki að fara að setja heimsmet í þessu hlaupi. Ég hlustaði á líkamann, hraðinn í hlaupinu nægði til sigurs og það skipti öllu máli,“ sagði Bolt eftir sigurinn í nótt.

Bolt vann gullverðlaunin í 100 metra hlaupi á leikunum og gæti bætt þeim þriðju við í safnið sitt þegar hann hleypur 4×100 metra boðhlaup fyrir sveit Jamaíka um helgina. Ef það gengur eftir yrði hann fyrsti hlauparinn til að vinna gullverðlaun í þessum þremur hlaupum á ólympíuleikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Einlægur Brynjar ræðir tilfinningnaþrungna tíma í Grindavík – „Við hugsum eiginlega bara um daginn í dag“

Einlægur Brynjar ræðir tilfinningnaþrungna tíma í Grindavík – „Við hugsum eiginlega bara um daginn í dag“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Samúel reiður og birtir myndband eftir atvik um helgina þar sem Eiður fótbrotnaði – „Ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en rottur“

Samúel reiður og birtir myndband eftir atvik um helgina þar sem Eiður fótbrotnaði – „Ekkert sem fer meira í taugarnar á mér en rottur“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Birti mynd af svimandi háum reikningi fyrir „hefðbundnum fjölskyldukvöldverði“

Birti mynd af svimandi háum reikningi fyrir „hefðbundnum fjölskyldukvöldverði“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Launakostnaður opinberaður og niðurstaðan er áhugaverð – Ótrúlegur munur milli félaga

Launakostnaður opinberaður og niðurstaðan er áhugaverð – Ótrúlegur munur milli félaga
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ajax setur það í forgang að ráða Ten Hag aftur til starfa í sumar

Ajax setur það í forgang að ráða Ten Hag aftur til starfa í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ótrúleg tíðindi frá United – Allir nema þessir þrír til sölu í sumar

Ótrúleg tíðindi frá United – Allir nema þessir þrír til sölu í sumar
433Sport
Í gær

Guðmundur Baldvin hetja Stjörnunnar í uppbótartíma

Guðmundur Baldvin hetja Stjörnunnar í uppbótartíma
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Albert skoraði sitt fjórtánda deildarmark í góðum sigri

Sjáðu markið – Albert skoraði sitt fjórtánda deildarmark í góðum sigri