fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Sport

Björgvin Páll á leið heim: Ástæðurnar eru einfaldar

„Hvað myndir þú vilja gera ef að peningar skiptu engu máli?”

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 24. október 2016 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, er á leið heim til Íslands og hefur hann þegar skrifað undir tveggja ára samning við Íslandsmeistara Hauka.

Björgvin, sem spilað hefur með Bergischer HC undanfarin ár, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í morgun þar sem hann tíundar ástæður þess að hann tók þessa ákvörðun.

„Þetta kemur kannski mörgum á óvart að ég skuli á þessum tímapunkta á ferlinum taka þennan slag að koma heim og leika á Íslandi en ástæðan fyrir því er einföld. Mig langar það!,“ segir Björgvin og bætir við hann hafi spurt sjálfan sig einfaldrar spurningar.

„Hvað myndir þú vilja gera ef að peningar skiptu engu máli?”. Alltaf komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langar að fara til Íslands, mig langar að njóta þess meira að spila handbolta, mig langar að hjálpa íslenskum markmönnum að verða betri, mig langar að æfa á mínum forsendum og fyrir mig, mig langar að verða betri markmaður, mig langar að vinna með boltanum í markaðsstörfum, mig langar að ala upp stelpuna mína á Íslandi, mig langar að sjá fjölskylduna mína og vini oftar og mig langar að búa á Íslandi,“ segir Björgvin og bætir við:

„Þó að þetta séu allt hlutir sem að mig langar þá langar mig líka aðeins að hætta að hugsa bara um rassgatið á sjálfum mér. Menn eru alltaf að tala um “Family first”? En ég er handviss um það að litla fjölskyldan mín mun hafa meira gaman af því að búa á Íslandi en í smábæ í Þýsklandi. Þó svo að Haan (þar sem við búum) sé frábær staður og okkur líði mjög vel þar, þá er Haan ekki Ísland,“ segir Björgvin en tímabilið í Þýskalandi er tiltölulega nýbyrjað. Björgvin segist hafa gefið frá sér nokkra spennandi kosti sem hann hefði ekki trúað fyrir stuttu síðan að hann myndi láta frá sér.

Björgvin segir að eflaust muni einhverjir óttast að þetta muni hafa áhrif á frammistöðu hans með landsliðinu. Hann rifjar þó upp að um það leyti sem Ólympíuleikarnir í Peking stóðu yfir, þar sem Ísland vann til silfurverðlauna, spilaði hann á Íslandi.

„Ég verð 32 ára næsta sumar og á þá ennþá um það bil tvö ár í að ná þeim aldri þar sem að markmenn eru að toppa. Ég tel að til þess að halda áfram að bæta mig þurfi ég að að gera eitthvað algerlega nýtt og gera hlutina á mínum forsendum og þannig þokast nær stærsta handboltamarkmiðinu mínu, að vinna til gullverðlauna með landsliðinu áður en ég legg skóna á hilluna (sem verður líklega eftir um 10 ár). En ef að mér tekst það ekki þá kom ég allavega heim á tímapunkti þar sem ég hef aldrei verið betri og get reynt að búa til fleiri góða íslenska markmenn sem að geta tekið við keflinu. Yrði alveg jafn glaður að sjá landsliðið ná í þessi gullverðlaun þegar ég sit uppi í sófa 60 ára gamall fyrir framan sjónvarpið,“ segir Björgvin Páll en færslu hans má lesa í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park