fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Sport

ÓL í skák: Íslensku valkyrjurnar fara hamförum

Landslið Íslands standa sig frábærlega í Bakú – Hjörvar Steinn Grétarsson með fullt hús á öðru borði

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 6. september 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólympíuskákmótið er hafið í allri sinni dýrð í Bakú, höfuðborg Aserbaídsjan. Ísland sendir tvö landslið til leiks, annað í opnum flokki þar sem fimm sterkustu skákmenn hverrar þjóðar taka þátt, óháð aldri eða kyni, og hitt í sérstökum kvennaflokki. Frammistaða íslensku sveitanna eftir fjórar umferðir af ellefu hefur verið góð og sérstaklega hefur kvennaliðið farið gjörsamlega á kostum og lagt landslið tveggja sterkra skákþjóða.

Þeir eru óárennilegir íslensku stórmeistararnir. Reynsluboltarnir Hannes Hlífar Stefánsson og Jóhann Hjartarson eru á 1. og 3.borði. Yngsti stórmeistari þjóðarinnar, Hjörvar Steinn Grétarsson, situr fyrir miðju á 2.borði og hefur farið hamförum í Bakú og unnið allar sínar skákir, fjórar að tölu.
Þrír stórmeistarar Þeir eru óárennilegir íslensku stórmeistararnir. Reynsluboltarnir Hannes Hlífar Stefánsson og Jóhann Hjartarson eru á 1. og 3.borði. Yngsti stórmeistari þjóðarinnar, Hjörvar Steinn Grétarsson, situr fyrir miðju á 2.borði og hefur farið hamförum í Bakú og unnið allar sínar skákir, fjórar að tölu.

Hjörvar og Bragi með fullt hús

Teflt er á fjórum borðum í hverri viðureign og í fyrstu umferð völtuðu íslensku hrímþursarnir yfir slakt lið Eþíópíumanna 4-0. Í annarri umferð tapaði liðið fyrir Tékklandi 1-3 en síðan bitu Íslendingar í skjaldarrendur og gjörsigruðu landslið Sýrlands 3,5-0,5. Ekki var frændseminni fyrir að fara í fjórðu umferð en þá voru Færeyingar kafsigldir með sama skori. Sex stig af átta í húsi og liðið er í góðri stöðu í efri hluta mótsins. Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson hefur staðið sig frábærlega á öðru borði en hann státar af fullu húsi, 4 vinningum í fjórum skákum. Sömu sögu er að segja af varamanninum Braga Þorfinnssyni en hann hvíldi gegn Tékkum og er því með 3 vinninga í þremur skákum.

Varamaðurinn Bragi Þorfinnsson hefur staðið sig óaðfinnanlega það sem af er og unnið allar þrjár skákir sínar í mótinu. „Ég tek Sjúrð á þolinmæðinni,“ sagði hann fyrir skák sína gegn Færeyingnum seiga, sem þurfti að gefast upp eftir fjórar þjáningaríkar klukkustundir.
Bananar og þolinmæði Varamaðurinn Bragi Þorfinnsson hefur staðið sig óaðfinnanlega það sem af er og unnið allar þrjár skákir sínar í mótinu. „Ég tek Sjúrð á þolinmæðinni,“ sagði hann fyrir skák sína gegn Færeyingnum seiga, sem þurfti að gefast upp eftir fjórar þjáningaríkar klukkustundir.

Frábær árangur kvennaliðsins

Í fyrstu umferð gjörsigraði kvennaliðið landslið Maldíveyja 4-0. Sú gleði stóð ekki lengi því 4-0 tap gegn ítalska landsliðinu var næst á dagskrá. Íslensku jötunmeyjarnar rifu sig hins vegar upp í þriðju umferð og höfðu sigur gegn Englandi sem hafði á að skipa mun sterkara liðið á pappírum. Pappírarnir tefla blessunarlega ekki. Þær voru síðan hvergi nærri saddar því í fjórðu umferð vannst frábær sigur á sterku landsliði Moldavíu. Liðið er nú með sex stig af átta mögulegum og er í hópi efstu sveita. Lenka Ptacnikova og Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir fara fyrir liðinu með 3 vinninga í fjórum skákum.

Íslensku liðin tefla við landslið Eistlands og Mexíkó í fimmtu umferð. Hægt er að fylgjast með viðureignunum í beinni útsendingu á skak.is og hefjast þær kl.11.00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tjáir sig um Albert Guðmundsson

Tjáir sig um Albert Guðmundsson
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“

Ten Hag um Rashford: ,,Ég vorkenni honum“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn

Skelfilegt ofbeldi í Bandaríkjunum: Var stunginn og fluttur á sjúkrahús – Telja að árásarmaðurinn sé fundinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin

Orri Steinn stórkostlegur og tryggði FCK sigurinn: Kom inná og skoraði þrennu – Sjáðu öll mörkin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Í gær

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri