fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Sport

Gulldrengurinn

Phelps vann sitt 19. ólympíugull – Hefur unnið tvöfalt fleiri en næstu menn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. ágúst 2016 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

1985
Michael Fred Phelps fæðist í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum, þar sem hann er alinn upp.

1992
Sjö ára lærir Phelps að synda. Það gerir hann fyrst og fremst vegna þess að systur hans, Whitney og Hilary, æfa sund.

1995
Tíu ára gamall slær Phelps landsmet í sínum aldursflokki og byrjar að æfa með þjálfaranum Bob Bowman.

2000
Phelps tekur þátt á sínum fyrstu Ólympíuleikum, í Sidney. Hann er fimmtán ára gamall og yngsti liðsmaður bandaríska ólympíuliðsins. Hann hafnar í fimmta sæti í 200 metra flugsundi.

30. mars 2001
Phelps slær heimsmetið í 200 metra flugsundi, fimmtán ára og níu mánaða, og er þar með yngsti íþróttamaðurinn til að slá heimsmet. Hann syndir á tímanum 1:54:92.

24. júlí 2001
Phelps slær eigið heimsmet og vinnur sinn fyrsta heimsmeistaratitil í 200 metra flugsundi, í Japan. Hann syndir á tímanum 1:54:58

4. október 2001
Phelps gerist atvinnumaður í sundi og skrifar undir sinn fyrsta samning.

Júlí 2003
Phelps freistar þess að bæta met Mark Spitz, sem vann til sjö gullverðlauna á Ólympíuleikunum í München 1972. Það tekst honum ekki en hann landar sex gullverðlaunum og einu bronsi.

Mars og apríl 2007
Phelps vinnur til sjö gullverðlauna á HM í sundi í Melbourne.

Ágúst 2008
Phelps stelur senunni á Ólympíuleikunum í Peking, með því að vinna til átta gullverðlauna. Hann vinnur fyrst gull í 400 metra fjórsundi en var svo í sveit Bandaríkjanna sem vann 4×100 metra skriðsund. Þá verður hann fyrstur í 200 metra skriðsundi og vinnur í kjölfarið 200 metra flugsund, sem er hans besta grein – þrátt fyrir að synda með vatnsfyllt sundgleraugu. Sundsveit Bandaríkjanna vinnur 4×200 metra skriðsund, með hann innanborðs, hálftíma síðar. Hann vinnur Milorad Cavic með einum hundraðshluta úr sekúndu í 100 metra flugsundi. Loks er hann í sveitinni sem vinnur 4×100 metra skriðsund og tryggir sér þannig sitt áttunda gull.

Júlí og ágúst 2009
Phelps keppir ekki í öllum greinum en vinnur samt til fimm gullverðlauna á HM í Róm, auk einna silfurverðlauna.

Júlí 2011
Phelps fær harða samkeppni í lauginni frá landa sínum Ryan Lochte. Á meistaramóti í Shanghai vinnur Phelps til fjögurra gullverðlauna en tapar fyrir Lochte í 200 metra fjórsundi og skriðsundi.

Maí 2012
Phelps tilkynnir í viðtali í 60 mínútum að Ólympíuleikarnir í London verði hans síðustu.

Júlí og ágúst 2012
Phelps hafnar í fjórða sæti í 400 metra fjórsundi. Þetta er í fyrsta sinn sem Phelps mistekst að vinna til verðlauna í keppnisgrein á Ólympíuleikum síðan árið 2000. Hann vinnur til silfurverðlauna í 4×100 metra skriðsundi og einnig í 200 metra flugsundi. Hann vinnur gull í 4×200 metra skriðsundi og slær þar við Larisu Latynina, sem fyrir átti flest ólympíugull allra. Sextánda gullið vinnur hann í 200 metra fjórsundi og verður um leið fyrsti karlmaðurinn sem syndir til sigurs í sömu keppnisgrein þrenna Ólympíuleika í röð. Hann vinnur einnig 100 metra flugsund sem og 4×100 metra fjórsund. Gullin eru orðin átján.

Ágúst 2012
Phelps hættir að synda.

Apríl og maí 2014
Phelps tilkynnir um endurkomu sína, setur á sig sundhettuna, og vinnur meistaramót í 100 metra flugsundi í Norður-Karólínu.

September 2014
Phelps er í annað sinn tekinn af lögreglu vegna ölvunaraksturs. Í fyrra skiptið, árið 2004, fékk hann 18 mánaða skilorðsbundinn dóm.

Ágúst 2015
Phelps nær besta tíma ársins í heiminum í 100 metra flugsundi, 200 metra flugsundi og 200 metra fjórsundi á bandaríska meistaramótinu.

Ágúst 2016
Phelps, 31 árs, er í boðsundsveit Bandaríkjanna sem vinnur til gullverðlauna í 4×100 metra skriðsundi. Phelps vinnur þar með sitt 19. ólympíugull. Larisa Latynina, Paavo Nurmi, Mark Spitz og Carl Lewis hafa unnið næstflest, eða níu hvert. Alls hefur Phelps unnið 23 verðlaun á Ólympíuleikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?

Er þetta sterk vísbending um að hann verði sá fyrsti sem Slot fær til Liverpool?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina

Opinbera hvers vegna Salah og Klopp rifust um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“

Einum manni brá oft fyrir í svörum leikmanna Vals – „Það góða er að hann heldur sjálfur að hann sé með svo flottan stíl“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“