fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Sport

Mótaröðin gæti kostað 14 milljónir

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukona í golfi, stefnir á LTE Evrópumótaröðina

Ritstjórn DV
Laugardaginn 16. janúar 2016 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur undanfarin ár verið einn fremsti kylfingur landsins, ákveðið leynivopn. Hún afsalaði sér atvinnumannsréttinum í september 2014, nokkrum mánuðum eftir útskrift úr háskóla. Á fyrsta árinu sínu sem áhugamaður komst hún í gegnum niðurskurð á tólf af fimmtán mótum. Í desember síðastliðnum tryggði hún sér keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni í golfi með frábærum árangri á úrtökumóti í Marokkó. Hún ræddi við Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur um sveifluna, ferðalögin á húsbílnum og möguleikann á að verða jafnvel fyrsti íslenski kylfingurinn sem keppir á Ólympíuleikum.

Ólafía Þórunn er í sportviðtalinu, hér á eftir fer stutt brot úr viðtalinu


„Ég ákvað á lokaári mínu í háskólanum að ég ætlaði að gerast atvinnumaður. Ég útskrifaðist um vorið, fór svo á heimsmeistaramót áhugamanna í Japan. Eftir það skilaði ég svo áhugamannaréttindunum og gerðist atvinnumaður, í september 2014. Ég var að bíða eftir því að komast til Japan til að geta loksins orðið atvinnumaður.“

Bjóst alveg eins við klúðri

Strax eftir heimsmeistaramótið var fyrsta atvinnumannamótið á dagskrá.
„Mér gekk svo ótrúlega vel. Ég var einu undir pari í heildina á mótinu, sem var eiginlega ótrúlegt að mínu mati. Ég fór á mótið með engar væntingar, bjóst eiginlega frekar við því að þetta myndi ekki ganga upp svona í byrjun. En þetta var svo í fimmta skiptið á ævinni sem ég spilaði undir pari í heildina,“ segir hún.

Mér gekk svo ótrúlega vel.

Atvinnumannaferillinn fór því mjög vel af stað, en framtíðin veltur á ýmsu. „Maður þarf að hafa gaman af þessu, sem ég geri. En svo þarf maður líka að hafa efni á þessu. Ég þarf að hafa góða styrktaraðila til þess að geta haldið áfram,“ segir hún.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

LET Evrópumótaröðin mun þýða ferðalög þvers og kruss um heiminn. Mótin eru haldin mun víðar en bara í Evrópu, næstu verða haldin í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Þaðan liggur leiðin til Kína, aftur til Marokkó, til Tyrklands, Skotlands, Bretlands og jafnvel Indlands. Þar að auki horfir hún jafnvel til Ríó, en í ár verður golf keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum í fyrsta sinn. Hún þarf að fara hratt upp listann til þess að komast þangað. Hún svarar yfirvegað að það séu um 350 sæti sem þurfi að klífa til þess. „En árangur á einu eða tveimur sterkum mótum gæti komið mér þangað. Maður getur flogið upp listann,“ segir hún einbeitt. „Það væri draumur að komast þangað, en ég tek þetta bara eitt skref í einu,“ segir hún.

Kostnaðurinn við þetta ár, á LET mótaröðinni, getur hlaupið á fjórtán milljónum. Ólafía er í mikilli fjáröflun af þeim sökum, hefur meðal annars hannað mynd með hvatningarorðum sem hún selur til að fjármagna ferðalögin. Hún er einnig að leita sér að styrktaraðilum sem geta aðstoðað hana og nýtur góðs af styrktarsjóði Golfsambands Íslands, Forskoti, og segist mjög þakklát fyrir það.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

„Mér finnst þetta smá vandræðalegt fyrir ensku úrvalsdeildina“

„Mér finnst þetta smá vandræðalegt fyrir ensku úrvalsdeildina“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gæti snúið aftur um helgina eftir meiðslin

Gæti snúið aftur um helgina eftir meiðslin
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Verður þú ríkari um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Verður þú ríkari um helgina?
433Sport
Í gær

Clattenburg segir upp hjá Nottingham eftir stutt stopp

Clattenburg segir upp hjá Nottingham eftir stutt stopp