fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Farandverkamenn hafa blásið lífi í dorgveiðina

Gunnar Bender
Mánudaginn 27. janúar 2020 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Dorgveiðin fór ágætlega af stað en stormasamur janúarmánuður hefur sett strik í reikninginn,“ segir Tómas Skúlason í Veiðiportinu sem er að bjóða upp á ánamaðka allan ársins hring fyrir veiðimenn og núna á dorgið.

,,Það er ótrúlega gaman að sjá hvað Pólverjar, Litháar, Rússar og aðrir farandverkamenn hafa blásið lífi í dorgveiðina. 90% af öllum þeim sem versla hjá mér dorgveiðivörur eru útlendingar. Og þeir taka þetta af alvöru.“

Á góðum degi á vatni einu hér rétt út fyrir höfuðborgina er stundum hægt að sjá 30-40 kalla sitja og dorga,“ segir Tómas.

Menn hafa verið að kaupa sérstök tjöld til að verjast vindinum og svo er bara prímus og heitt kaffi og þá skiptir ekki máli ef hann er að blása.

,,Við gerðum tilraun í vetur með maðk og það hefur gengið vel. Þeir sem vita þá er mjög erfitt að halda stórum maðki lifandi lengi. Menn geyma hann í mosa eins alltaf en þar er enginn næring. En við komumst að því að þeir elska mjög svo eina tegund af grænmeti og ávexti frekar en aðra og gersamlega hakka það í sig. Þannig að nú munum við bjóða veiðimönnum maðk allt árið um kring,“ sagði Tómas ennfremur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Carragher telur að Slot hafi viku til að bjarga starfinu og skammar hann fyrir atvik síðasta vor – „Þetta leit út eins og hegðun smáklúbbs“

Carragher telur að Slot hafi viku til að bjarga starfinu og skammar hann fyrir atvik síðasta vor – „Þetta leit út eins og hegðun smáklúbbs“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Halldór Árnason

Íþróttavikan í mynd: Halldór Árnason
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield

Slot svaf illa en ætlar að halda áfram að berjast – Segir frá samtali við þá sem öllu ráða á Anfield
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Neytti fíkniefna fyrir framan lögreglumenn

Neytti fíkniefna fyrir framan lögreglumenn
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Starfsmannastjóri sakaður um sérkennilegar og niðurlægjandi árásir á konur í atvinnuviðtölum

Starfsmannastjóri sakaður um sérkennilegar og niðurlægjandi árásir á konur í atvinnuviðtölum