fbpx
Föstudagur 20.september 2019  |

Ályktun samþykkt samhljóða á aðalfundi Veiðifélags Breiðdæla

Gunnar Bender
Laugardaginn 6. júlí 2019 22:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við vörum við opnu sjókvíaeldi með frjóum fiski af norskum stofni sem ógnar tilvist villtra laxastofna. Engar mótvægisaðgerðir koma í veg fyrir óhjákvæmileg og varanleg tjón. Lax heldur áfram að sleppa, ekki síst eldisseiði sem ómögulegt er að sjóngreina þegar þau ganga í árnar fullvaxta og kynþroska fiskar. Þá verða slysasleppingar eins og reynslan staðfestir.

Í lok árs 2017 gekk yfir Austfirði kuldastormur sem laskaði kvíar í Beurfirði, nær 300 tonn af fiski drápust og kvíafestingar gáfu sig og líklegt að fjöldi seiða hafi sloppið í hafið. Aftur gekk sjávarkuldi nærri eldinu í Berufirði á liðnum vetri með talsverðum fiskdauða. Þá sást til laxatorfa innan við sjókvíarnar í Berufirði s.l. sumar.

Norsku eldisfyrirtækin á Austfjörðum tilkynna ekki opinberlega að fyrra bragði um slysasleppingar og alvarleg áföll í eldinu. Það hafa aðrir gert m.a. Veiðifélag Breiðdæla. Þess vegna verður að stórefla opinbert eftirlit með eldisiðjunni.

Við fögnum því, að áhættumat vegna fiskeldis hafi nú verið lögfest á forræði Hafrannsóknarstofnunar, en vörum við að utanaðkomandi aðilar, pólitískir eða hagsmunatengdir, krukki í matið. Í áhættumatinu verða villtir laxastofnar að njóta forgangs.

Engin sátt er né verður um fiskeldi í opnum sjókvíum á Íslandi sem er úrelt framleiðsluaðferð Í nágrannalöndum er unnið markvisst að því draga úr opnu eldi vegna hrikalegs skaða sem það hefur valdið í lífríkinu. Enga stefnumörkun er að finna í nýjum lögum um fiskeldi þar sem horfið yrði frá opnu eldi yfir í landeldi eða lokuð kerfi. Baráttan gegn opna eldinu heldur því áfram af fullum þunga.

Stjórn Veiðifélags Breiðdæla og Bæjarráð Fjarðabyggðar hittust á fundi 5. nóvember s.l. og ræddu fiskeldismál í sveitarfélaginu. Við krefjumst þess, að bæjaryfirvöld taki virkan þátt í að verja villta fiskistofna í ám sveitarfélagsins gegn fiskeldinu og standi gegn frekari útþennslu eldis í opnum kvíum, en setji fram metnaðarfulla áætlun um að allt eldi fari á land eða í lokuð kerfi. Annað er óásættanlegt í ljósi náttúruverndar og traustrar atvinnusköpunar. Þá er óboðlegt að gera Austfirði að rotþróm fyrir úrgang úr eldinu með óhjákvæmilegum skaða fyrir lífríkið og orðspor Fjarðabyggðar. Villtur laxastofn Breiðdalsár er í stórhættu vegna laxeldis í nágrannafjörðum.

Aðalfundur Veiðifélags Breiðdæla felur stjórn félagsins að halda baráttunni gegn fiskeldinu áfram af fullum þunga í samstarfi við Landssamband veiðifélaga, austfirsk veiðifélög, náttúruverndarsamtök og stjórnvöld og beita til þess tiltækum aðgerðum sem lög leyfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 2 klukkutímum

Hollur og bragðgóður Snickers-þeytingur

Hollur og bragðgóður Snickers-þeytingur
Kynning
Fyrir 2 klukkutímum

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegt mark sem var skorað í leik Arons Einar í Katar: Hræðileg mistök eftir 10 sekúndur

Sjáðu ótrúlegt mark sem var skorað í leik Arons Einar í Katar: Hræðileg mistök eftir 10 sekúndur
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Katrín skrifar átakanlegt bréf frá íslenska ríkinu til Guðjóns: „Ég bið þig að fyrirgefa“

Katrín skrifar átakanlegt bréf frá íslenska ríkinu til Guðjóns: „Ég bið þig að fyrirgefa“
Kynning
Fyrir 5 klukkutímum

Barnaloppan breytir kauphegðun Íslendinga, eitt lítið flóarskref í einu

Barnaloppan breytir kauphegðun Íslendinga, eitt lítið flóarskref í einu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Bjarni baunar á Dr. Football: „Það heyr­ist lítið úr þeim gal­tómu tunn­um í dag“

Bjarni baunar á Dr. Football: „Það heyr­ist lítið úr þeim gal­tómu tunn­um í dag“