fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |

Glæsileg byrjun í Elliðaánum

Gunnar Bender
Fimmtudaginn 20. júní 2019 10:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Þetta var gaman að fá maríulaxinn með góðri aðstoð Ásgeir Heiðars, bara veitt silunga áður,“ sagði Reykvíkingurinn ársins brúðubílstjórinn Helga Steffensen sem landaði fyrsta laxinn sumarsins í Elliðaánum í morgunsárið. Flottur lax í Fossinum og fleiri komu strax á eftir. Fjörið var rétt að byrja.

Og borgarstjórinn Dagur B Eggertsson landaði skömmu seinna sínum stærsta laxi um ævina líka i Fossinum.

,,Þetta var frábært,“ sagði Dagur B.Eggertsson borgarstjóri skömmu eftir að laxinn kom á þurrt.,,Þetta er sá langstærsti,“ sagði Dagur ennfremur.

Og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir fylgdi í kjölfarið með flottan lax sem fór niður úr fossinum og var landað fyrir neðan.

,,Hann fór bara af stað og niður fyrir,“ sagði Þórdís Lóa eftir að laxinn var kominn á þurrt.

Þetta er glæsileg byrjun í Elliðaánum og góðar skúrir í gærkveldi hafa hleypt lífi í árnar og laxinn mætt. Allt tveggja ára laxar, vel haldnir úr sjó.

,,Byrjunin lofar góðu, laxinn er að mæta,  vatnið hefur aukist og það er það sem skiptir öllu máli.Þetta er glæsileg byrjun hérna í ánni,“ sagði Jón Þór Ólason formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur og það voru orð að sönnu.

 

Myndir: María Gunnarsdóttir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Íslenskur hugbúnaður notaður á Indlandi – Indversku sjúkrahúsin eru þegar farin að deila smáforritinu

Íslenskur hugbúnaður notaður á Indlandi – Indversku sjúkrahúsin eru þegar farin að deila smáforritinu
433
Fyrir 12 klukkutímum

Hörður Björgvin frábær í Rússlandi – Sjáðu geggjað mark

Hörður Björgvin frábær í Rússlandi – Sjáðu geggjað mark
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Bjarni Ben leiðréttur eftir að hafa talað bara um tvö kyn – „Öll kyn, það eru ekki bara tvö“

Bjarni Ben leiðréttur eftir að hafa talað bara um tvö kyn – „Öll kyn, það eru ekki bara tvö“
Matur
Fyrir 14 klukkutímum

Hin mörgu andlit matarsóunar

Hin mörgu andlit matarsóunar