fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025

Gráðugir eins og andskotar

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 22. maí 2018 17:37

Bláa lónið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við Íslendingar erum fólk tarna og vertíðar, eins og kunnugt er. Annað hvort er allt í ökkla eða eyra hjá okkur. Eftir fádæma uppgang og góðæri tengt ferðaþjónustunni virðist þannig komið að skuldadögum og timburmönnum heldur leiðinlegum.

Í viðskiptalífinu er fullyrt að á næstu mánuðum verði stórtíðindi tengd ferðaþjónustu. Fyrirtæki muni sameinast, önnur fara lóðbeint á hausinn. Veitingastöðum mun fækka til mikilla muna, það er einfaldlega komið allt of mikið af þeim í þessu litla landi.

Það þykir staðfesta þennan orðróm að stjórnendur Icelandair Group vilji nú selja hótelarminn úr úr samstæðunni. Þar á bæ eru menn logandi hræddir við aðsteðjandi samdrátt. Í Viðskiptablaðinu á dögunum sagði Birgir Ómar Haraldsson, einn eigenda Norðurflugs:

„Ég held að við séum að horfa fram á allt annað umhverfi og miklar breytingar í ferðamannageiranum hérna í haust. Við Íslendingar erum náttúrulega búnir að vera gráðugir eins og andskotar.“

Svo mörg voru þau orð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Víkingur staðfestir tíðindin sem hafa legið í loftinu

Víkingur staðfestir tíðindin sem hafa legið í loftinu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann

Arsenal sagt komið í slaginn við önnur stórlið um franska framherjann
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa

Valur býður upp á einn flottasta knattspyrnuskóla landsins – Lagerback, Heimir, Hannes Þór og fleiri góðir þjálfa
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar

Karólína tjáir sig um sögusagnirnar og gefur sterkar vísbendingar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur

Myndasyrpa – Fjör í Bestu deildinni í gær þar sem KR vann dramatískan sigur
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“