fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Íslensku keppendurnir standa sig vel á EM atvinnukylfinga

Arnar Ægisson
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 21:51

Birgir Leifur og Axel Bóasson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir íslenskir atvinnukylfingar eru á meðal keppenda á Evrópumóti í liðakeppni atvinnukylfinga sem fram fer á Gleneagles vellinum í Skotlandi dagana 8.-12. ágúst.

Alls eru 16 þjóðir sem taka þátt og er hvert lið skipað tveimur leikmönnum.

Axel Bóasson (GK) og Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) eru saman í liði. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) eru saman í liði.  Í lokaumferðinni verða liðin síðan skipuð einum karli og einni konu.

Birgir Leifur og Axel hafa unnið báðar viðureignir sínar til þessa. Þeir leika til úrslita um laust sæti í undanúrslitum mótsins gegn Noregi í lokaumferðinni. Birgir og Axel lögðu Belgíu og Ítalíu í fyrstu tveimur umferðunum.

Valdís Þóra og Ólafía Þórunn fengu þrjá fugla í röð á síðustu þremur holunum í viðureign þeirra gegn Finnlandi. Íslensku atvinnukylfingarnir náðu að jafna við Finnland og lönduðu 1/2 vinningi. Valdís og Ólafía töpuðu fyrsta leiknum í riðlakeppninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið

Borga metfé fyrir frænda Maradona – Tvöfalda félagsmetið