fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Ólafía Þórunn hefur leik í dag: Klukkan 17:42 í Alabama

Arnar Ægisson
Fimmtudaginn 31. maí 2018 06:19

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnumaður í golfi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik í dag á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. Íslenski atvinnukylfingurinn slær fyrsta höggið á risamótinu kl 17:42 að íslenskum tíma.

Ólafía Þórunn verður í ráshóp með Minami Hiruta frá Japan og Linn Grant frá Svíþjóð. Grant sigraði á úrtökumótinu sem fram fór á Englandi þar sem að Valdís Þóra Jónsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir tóku þátt.

Ólafía verður þar með annar íslenski kylfingurinn sem kemst inn á þetta risamót atvinnukylfinga í kvennaflokki. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni lék á þessu móti í fyrra.

Mótið er eitt það allra stærsta sem haldið er ár hvert í Bandaríkjunum. Að þessu sinni fer mótið fram á Shoal Creek í Alabama.

Mótið var sett á laggirnar árið 1946 og er elsta risamótið á atvinnumótaröð kvenna. Mótið hefur yfirleitt verið haldið í júlí. Í ár fer mótið fram mun fyrr á árinu, eða í lok maí og byrjun júní.

Verðlaunaféð er um 540 milljónir kr. eða 5 milljónir bandaríkjadala. Sigurvegarinn í fyrra, Park Sung hyun frá Suður-Kóreu fékk um 97 milljónir kr. fyrir sigurinn í fyrra.

Ólafía Þórunn er að taka þátt á þessu risamóti í fyrsta sinn. Hún var fyrsti íslenski kylfingurinn sem komst inn á risamót þegar hún tók þátt á KPMG PGA mótinu í lok júní í fyrra.

Í ágúst 2017 komst Ólafía Þórunn inn á Opna breska meistaramótið og hún lék einnig á Evian meistaramótið í Frakklandi í september – sem er eitt af risamótunum fimm í kvennaflokki í golfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Enn einn Snapchat-perrinn

Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni