fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Pressan

Þetta er konan sem var skotin til bana í Minneapolis í gær – 37 ára þriggja barna móðir

Pressan
Fimmtudaginn 8. janúar 2026 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konan sem skotin var til bana af fulltrúa Útlendingaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, í gær hét Renee Nicole Good og var 37 ára. Renee var þriggja barna móðir og hafði meðal annars getið sér gott orð sem skáld.

Myndband af atvikinu hefur vakið óhug en á því má sjá stóran jeppa sem lokar íbúagötu og er hópur mótmælenda skammt frá.

Skömmu síðar koma lögreglubílar á vettvang ásamt starfsmönnum útlendingaeftirlitsins, sem ganga að jeppanum og skipa konunni sem situr þar ein að stíga út. Hún virðist ekki verða við fyrirmælunum og reynir í staðinn að aka af stað.

Í kjölfarið skýtur einn fulltrúanna á bílinn og eru þrjár kúlur sagðar hafa endað í höfði Renee. Við það missti hún stjórn á jeppanum sem staðnæmdist á annarri bifreið í götunni.

Móðir Renee, Donna Ganger, ræddi við fjölmiðla vestan hafs í gærkvöldi þar sem hún útilokaði að Renee hafi verið í hópi mótmælenda á svæðinu. „Það er heimskulegt að halda því fram. Hún var einstaklega samúðarfull, kærleiksrík, fyrirgefandi og hlý. Hún var ótrúleg manneskja,” sagði hún.

Renee var gift uppistandaranum Timothy Macklin, sem lést árið 2023, og var hún búsett í Minneapolis með núverandi sambýliskonu sinni.

Talsmaður útlendingaeftirlitsins segir að skotið hefði verið á bílinn eftir að konan reyndi að aka honum á starfsmenn þess. Vitni á vettvangi segja að það sé rangt og Renee hafi einfaldlega verið að reyna að koma sér í burtu. Undir það tekur Jacob Frey, borgarstjóri Minneapolis, sem var ómyrkur í máli þegar hann tjáði sig um atvikið í gær.

„Drullið ykkur frá Minneapolis,“ sagði Frey í skilaboðum til ICE á blaðamannafundi.

Fram hefur komið í bandarískum fjölmiðlum að atvikið hafi átt sér stað fáeinum götum frá staðnum þar sem George Floyd lét lífið í haldi lögreglu árið 2020. Drápið leiddi til fjölmennra og harðra mótmæla gegn framkomu lögreglunnar í garð svartra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja

Stjörnuverjandi segir sig frá Reiner-morðunum – Seinustu skilaboð Michele Reiner voru send til dæmds morðingja
Pressan
Í gær

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Í gær

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum

Sakar mótleikkonu um að hafa leitt sig í gildru – Neitaði staðgengli í kynlífssenum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst

Móðir handtekin eftir að lík af 9 ára stúlku fannst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki