fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Pressan

Tesla ekki lengur stærsti rafbílaframleiðandi heims

Pressan
Föstudaginn 2. janúar 2026 21:30

Donald Trump og Elon Musk við Hvíta húsið. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD er orðinn sá stærsti á sínu sviði í heiminum og er fyrirtækið komið langt fram úr bandaríska fyrirtækinu Tesla sem er í eigu Elon Musk.

BYD tilkynnti í gær að 28% aukning hefði orðið í sölu nýrra rafbíla frá fyrirtækinu árið 2025 og seldust í heildina 2,25 milljónir eintaka. Tesla greindi frá því í síðustu viku að fyrirtækið hefði selt 1,65 milljónir eintaka á árinu.

Árið 2025 var erfitt fyrir Tesla og eru ýmsar ástæður fyrir því. Sú helsta er þó vafalaust harðnandi samkeppni frá Kína, meðal annars frá BYD, og þá voru pólitísk afskipti Elon Musk og undarleg uppátæki hans ekki til að hjálpa.

Kínversk fyrirtæki á borð við Geely, MG og BYD hafa sett mikinn þrýsting á framleiðendur á Vesturlöndum með því að verðleggja bíla sína lægra.

Tesla brást við þessu í október með því að setja á markað ódýrari útgáfur af tveimur mest seldu bílum sínum í Bandaríkjunum í þeirri von að auka sölu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ellefti kynningarfulltrúinn segir upp störfum – Myndatökudrama var „síðasta stráið“

Ellefti kynningarfulltrúinn segir upp störfum – Myndatökudrama var „síðasta stráið“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 5 dögum

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst