
BYD tilkynnti í gær að 28% aukning hefði orðið í sölu nýrra rafbíla frá fyrirtækinu árið 2025 og seldust í heildina 2,25 milljónir eintaka. Tesla greindi frá því í síðustu viku að fyrirtækið hefði selt 1,65 milljónir eintaka á árinu.
Árið 2025 var erfitt fyrir Tesla og eru ýmsar ástæður fyrir því. Sú helsta er þó vafalaust harðnandi samkeppni frá Kína, meðal annars frá BYD, og þá voru pólitísk afskipti Elon Musk og undarleg uppátæki hans ekki til að hjálpa.
Kínversk fyrirtæki á borð við Geely, MG og BYD hafa sett mikinn þrýsting á framleiðendur á Vesturlöndum með því að verðleggja bíla sína lægra.
Tesla brást við þessu í október með því að setja á markað ódýrari útgáfur af tveimur mest seldu bílum sínum í Bandaríkjunum í þeirri von að auka sölu.