
Pilturinn, Adam Kadyrov, er sagður hafa verið fluttur með þyrlu til Moskvu eftir slysið. Talið er að margir bílar hafi komið við sögu í slysinu og hraðakstur átt þátt í því hvernig fór. Þrír lífverðir Adams eru einnig sagðir hafa slasast.
Margir telja að Adam sé ætlað verða arftaki föður síns sem hefur verið leiðtogi sjálfstjórnarlýðveldisins frá árinu 2005. Ramzan Kadyrov og Vladimír Pútín eru miklir bandamenn.
Stutt er síðan sögusagnir fóru á kreik um að Ramzan Kadyrov sjálfur væri alvarlega veikur. Í frétt Mail Online kemur fram að Ramzan, sem er 49 ára, hafi lengi glímt við nýrnabilun og er hann sagður hafa veikst alvarlega fyrir stuttu. Hann sást síðast opinberlega fyrir um viku síðan og gekk hann þá með staf.
Þrátt fyrir ungan aldur gegnir Adam hlutverki öryggisstjóra Téténíu og hefur jafnframt yfirumsjón með persónulegri öryggissveit föður síns. Hann gekk í hjónaband í fyrra, aðeins sautján ára gamall, þegar hann gekk að eiga dóttur téténska stjórnmálamannsins Adams Delimkhanov.