fbpx
Þriðjudagur 27.janúar 2026
Pressan

Glæpagengi breyta ódýrum drónum í drápsvélar

Pressan
Þriðjudaginn 27. janúar 2026 06:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Kólumbíu hafa auknar áhyggjur af notkun glæpahópa þar í landi á tiltölulega ódýrum drónum sem notaðir eru til árása á hermenn og lögreglumenn.

Frá því í apríl 2024 hafa vopnaðir hópar, sem fyrst og fremst eru fjármagnaðir með kókaínviðskiptum, framkvæmt um 400 sprengjuárásir með drónum.

Árásirnar hafa orðið tæplega 60 hermönnum og lögreglumönnum að bana og um 300 hafa særst, að því er fram kemur í umfjöllun Wall Street Journal.

Í einni alvarlegustu árásinni, sem varð skömmu fyrir jól, var drónum flogið að herstöð í norðausturhluta landsins þar sem hermenn sváfu. Búið var að festa sprengjur við drónana og létust sjö í árásinni. ELN-skæruliðahreyfingin hefur verið sökuð um þá árás.

Hreyfingin er meðal nokkurra vígahópa í Kólumbíu sem hafa stækkað hratt á undanförnum árum og eru í auknum mæli farnir að nota dróna sem hluta af hefðbundnum hernaði sínum.

Drónarnir sem notaðir eru til ódæðisverkanna eru tiltölulega einfaldir, oftar en ekki framleiddir í Kína og fáanlegir á almennum markaði á tiltölulega hagstæðu verði. Þeim er síðan breytt til að bera heimasmíðað sprengiefni.

Sérfræðingar segja bæði varahluti og tæknilega þekkingu auðfengna, sem geri þessa aðferð sérstaklega aðgengilega vopnuðum hópum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Meira að segja hægrimönnum misboðið eftir að ICE skaut mann til bana um helgina – „Hvernig hefðum við brugðist við?“

Meira að segja hægrimönnum misboðið eftir að ICE skaut mann til bana um helgina – „Hvernig hefðum við brugðist við?“
Pressan
Í gær

Borðaði ekkert nema fiskmeti í heilan mánuð – Áhrifin á heilsuna voru þessi

Borðaði ekkert nema fiskmeti í heilan mánuð – Áhrifin á heilsuna voru þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bretum gróflega misboðið vegna ummæla Trump og krefjast afsökunarbeiðni

Bretum gróflega misboðið vegna ummæla Trump og krefjast afsökunarbeiðni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Útivistarfyrirtæki stefnir dragdrottningu

Útivistarfyrirtæki stefnir dragdrottningu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Milljarðamæringar komnir með nóg og neita að þegja – „Skattleggið okkur. Skattleggið þá ofurríku“

Milljarðamæringar komnir með nóg og neita að þegja – „Skattleggið okkur. Skattleggið þá ofurríku“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Drama í Davos – Baulað á viðskiptaráðherrann og forseti Seðlabanka Evrópu gekk út

Drama í Davos – Baulað á viðskiptaráðherrann og forseti Seðlabanka Evrópu gekk út