fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Pressan

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Pressan
Miðvikudaginn 7. janúar 2026 17:30

Naomi Tekea Craig. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

33 ára gamall, ófrískur tónlistarkennari í Ástralíu hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni á aldrinum 13 til 16 ára.

Sakborningurinn er gift kona sem á von á sínu öðru barni. Hún heitir Naomi Tekea Craig. Meint brot eru talin hafa staðið yfir á milli 2024 og 2025. Á þeim tíma starfaði Craig sem tónlisarkennari við  Fredrick Irwin Anglican skólann, sem er einkaskóli. Ekki er talið að brotið hafi verið gegn nemanda í skólanum. Í bréfi skólastjórans til foreldra nemenda segir:

„Mér þykir leitt að þurfa að tilkynna ykkar að kennari við skólann okkar hefur verið handtekinn af lögreglu og ákærður fyrir brot gegn barni. Brotið beindist ekki að neinum núverandi nemanda.“ – Segir að kennaranum hafi verið sagt að koma ekki í skólann.

Craig er afar vinsæl meðal nemenda og samkennara við skólann og hefur málið valdið uppnámi og undrun meðal þeirra. Fyrrverandi samstúdent hennar segir:

„Hún var frábær tónlistarkennari og frábær vinur í skólanum. Hrífandi og glaðleg manneskja. Ég er í sjokki.“

Nánar má lesa um málið á vef Mirror.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Göng milli Evrópu og Afríku aftur komin á teikniborðið

Göng milli Evrópu og Afríku aftur komin á teikniborðið