fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Pressan

Bíræfið rán náðist á myndband og borgarstjórinn er hoppandi illur

Pressan
Þriðjudaginn 9. september 2025 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhugnanlegt myndband úr eftirlitsmyndavél skartgripaverslunar hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum, en það sýnir þegar hópur manna ryðst inn í verslunina og stelur öllu steini léttara.

Atvikið átti sér stað í San Jose í Kaliforníu um hábjartan dag síðastliðinn föstudag.

Bifreið var bakkað á talsverðum hraða inn í verslunina og á eftirlitsmyndavélum sést þegar hópur manna, líklega um 15-20 talsins, koma inn í verslunina vopnaðir bareflum. Þeir sjást meðal annars brjóta glerskápa og hafa á brott með sér talsvert magn af skartgripum.

Rán af þessu tagi ganga undir nafninu „smash-and-grab“ og hafa þau færst í vöxt vestan hafs á undanförnum misserum.

Þjófarnir, oft mjög margir saman, birtast þá skyndilega og grípa með sér verðmæti áður en þeir láta sig hverfa á örfáum sekúndum. Oft á tíðum er erfitt að verjast ránum sem þessum.

Í frétt New York Post kemur fram að eigandi verslunarinnar, 88 ára karlmaður, hafi slasast þegar honum var hrint í jörðina og ofan á glerbrot. Hann var lagður inn á sjúkrahús en útskrifaður á sunnudag.

Mikið eignatjón varð í versluninni og er það talið nema allt að 100 þúsund dollurum, rúmum 12 milljónum króna. Það eru ótalin þau verðmæti sem ræningjarnir höfðu á brott með sér.

Borgarstjóri San Jose, Matt Mahan, var hoppandi illur vegna málsins.

„Þetta er skelfilegt að sjá. Það sýður á mér að horfa upp á þennan eldri borgara verða fyrir árás. Þessir einstaklingar þurfa að mæta mjög hörðum afleiðingum gjörða sinna. Ég hef verið í sambandi við lögreglustjórann okkar og mun fylgjast náið með rannsókninni,“ sagði hann.

Enn sem komið er hefur enginn verið handtekinn vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sjálfsskaði, svik og sjúkt klám – Hryllingssaga bresks læknis

Sjálfsskaði, svik og sjúkt klám – Hryllingssaga bresks læknis
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík níu ára stúlku fannst í poka við árbakka – Fósturmóðirin ákærð fyrir morð

Lík níu ára stúlku fannst í poka við árbakka – Fósturmóðirin ákærð fyrir morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tóku eftir óvenjulegu athæfi lífvarða einræðisherrans eftir að hann yfirgaf herbergið

Tóku eftir óvenjulegu athæfi lífvarða einræðisherrans eftir að hann yfirgaf herbergið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja barna móðir fór út að skokka – Það endaði ekki vel

Þriggja barna móðir fór út að skokka – Það endaði ekki vel