fbpx
Mánudagur 08.september 2025
Pressan

Vendingar í máli föður sem flúði út í óbyggðir með börnin sín – Skotinn til bana af lögreglu

Pressan
Mánudaginn 8. september 2025 06:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 9. desember 2021 lét fjölskyldufaðirinn, Tom Phillips, sig hverfa ásamt börnum sínum þremur frá heimili þeirra í bænum Marokopa á Norðureyju Nýja-Sjálands. Ástæðan var sú að hann var að missa forsjá yfir börnum sínum og greip hann því til þessa örþrifaráðs.

Ekkert spurðist til föðurins og barnanna þar til í gær að tilkynnt var um innbrot í verslun á strjálbýlu svæði í Waitomo-héraði.

Lögregla kom á vettvang í þann mund sem maður á fjórhjóli var að aka af vettvangi. Upphófst eftirför sem endaði þannig að maðurinn skaut úr byssu sinni og lögregla svaraði í sömu mynt. Lögregluþjónn er sagður hafa slasast alvarlega þegar hann varð fyrir skoti en Tom lést af sárum sínum.

Sjá einnig: Faðir flúði til óbyggða með börnin og hefur verið á flótta í fjögur ár – Fjölskyldan grátbiður hann um að gefa sig fram

Lögregla hefur á undanförnum árum leitað Tom og barnanna og þrátt fyrir að vegleg fundarlaun væru í boði bar leitin ekki árangur.

Börnin, Ember 9 ára, Maverick 10 ára og Jayda 12 ára, eru sögð hafa fundist heil á húfi á tjaldsvæði skammt frá.

Í frétt BBC er vísað í yfirlýsingu sem móðir barnanna, Cat, sendi til RNZ-fréttastofunnar. Segir hún að henni sé mjög létt yfir því að börnin séu fundin heil á húfi en miður sín vegna lögregluþjónsins sem nú berst fyrir lífi sínu.

Talið er að Tom og börnin hafi dvalið í óbyggðum Nýja-Sjálands síðastliðin fjögur ár en ekki hefur verið útilokað að hann hafi notið einhvers konar aðstoðar. Hann var mjög vanur útivistarmaður og hafði áður farið með börn sín út í óbyggðir í nokkrar vikur í senn án þess að láta nokkurn vita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Saksóknarar fagna stóráfanga í máli Gilgo Beach morðingjans – DNA-sönnunargögn dæmd gild

Saksóknarar fagna stóráfanga í máli Gilgo Beach morðingjans – DNA-sönnunargögn dæmd gild
Pressan
Fyrir 4 dögum

Giuliani: „Versti sársauki sem ég hef á ævi minni fundið“

Giuliani: „Versti sársauki sem ég hef á ævi minni fundið“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ef það eru silfurskottur í húsinu þínu, þá skaltu lesa þetta

Ef það eru silfurskottur í húsinu þínu, þá skaltu lesa þetta
Pressan
Fyrir 1 viku

Rússneska byltingin – Merkur pólitískur atburður

Rússneska byltingin – Merkur pólitískur atburður