fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Pressan

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu

Pressan
Þriðjudaginn 30. september 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, telur að heimurinn væri betri ef eldri kynslóðirnar þekktu betur sinn vitjunartíma. Það má ráða af ummælum hans í London á miðvikudaginn þar sem hann ræddi við breska sagnfræðinginn David Olusoga.

„Það væri sanngjarnt að halda því fram að 80 prósent af heimsins vanda tengist öldruðum karlmönnum sem ríghalda í völd, sem eru hræddir við dauðann og að falla í gleymsku, og neita að sleppa. Þeir byggja píramída, þeir setja nöfn sín við allt og verða mjög kvíðnir yfir þessu.“

Þetta er í samræmi við ummæli fyrrum forsetans árið 2019 en þá var hann staddur í Singapore og tók fram að vandamál heimsins mætti að miklu rekja til eldra fólks, gjarnan karlmanna, sem þvælist fyrir. Obama telur að pólitískir leiðtogar eigi ekki að vera slíkir til lífstíðar og alls ekki bara til að þjóna sínum eigin hégóma. „Það er mikilvægt að pólitískir leiðtogar hafi í huga að þeim er ætlað að gegna tilteknu starfi. Þeir eru ekki ráðnir til lífstíðar og þeir eru ekki ráðnir til að upphefja sinn eigin hégóma og vald.“

Telja má að ummæli Obama á miðvikudaginn hafi verið skot á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem er 79 ára gamall og gjarn á að skýra fyrirtæki sín og byggingar eftir sjálfum sér. Trump hefur eins sett mark sitt á forsetabústaðinn, Hvíta húsið. Til dæmis ætlar hann að reisa stórt og mikið samkomuhús á lóðinni, hefur nú þegar tekið fræga rósagarðinn í gegn og fyllt húsið sjálft af gylltu skrauti. Fyrir skömmu kynnti hann svo frægðargarð forsetanna (e. presidential wall of fame) í vesturvæng Hvíta hússins þar sem má finna myndir af öllum forsetum Bandaríkjanna. Öllum nema forvera Trump, Joe Biden, en í hans stað má finna mynd af undirskriftarvél forsetaembættisins sem Trump hefur gagnrýnt Biden fyrir að nota.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rotnandi líkið í Teslunni – Segir galið að söngvarinn hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir barnaníð

Rotnandi líkið í Teslunni – Segir galið að söngvarinn hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Slæmar fréttir fyrir Trump og baráttu hans fyrir friðarverðlaunum Nóbels – „Við kunnum ekki að meta það“

Slæmar fréttir fyrir Trump og baráttu hans fyrir friðarverðlaunum Nóbels – „Við kunnum ekki að meta það“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Systur sem lögðu minningarstað um Charlie Kirk í rúst leita til almennings um hjálp við að borga reikninginn

Systur sem lögðu minningarstað um Charlie Kirk í rúst leita til almennings um hjálp við að borga reikninginn
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Martraðarbakteríur“ sækja í sig veðrið í Bandaríkjunum

„Martraðarbakteríur“ sækja í sig veðrið í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum