fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Pressan

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu

Pressan
Þriðjudaginn 30. september 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur karlmaður stendur frammi fyrir langri og strangri endurhæfingu eftir ótrúlega uppákomu í fallhlífarstökki í Nevada í Bandaríkjunum þann 17. september síðastliðinn.

Mitchell Deakin stökk úr flugvél úr 11 þúsund feta hæð ásamt leiðbeinanda sínum, en eitthvað varð til þess að fallhlífin opnaðist ekki nema að litlu leyti. Þurftu þeir þá að treysta á varafallhlífina sem opnaðist ekki heldur.

Deakin og leiðbeinandi hans, Jiron Ponce, skullu til jarðar á um 70 kílómetra hraða en það sem dró úr hraðanum var að aðalfallhlífin opnaðist að hluta.

Bæði Deakin og Ponce komust lífs af úr slysinu en báðir slösuðust alvarlega og er enn tvísýnt um stöðu Ponce.

Deakin mjaðmagrindarbrotnaði, rifbeinsbrotnaði, fékk gat á lunga og skemmdir á nýra svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir þessa skelfilegu reynslu hefur hann náð hægum bata og fagnaði hann 25 ára afmæli sínu í vikunni með móður sína, Janine Deakin, sér við hlið.

Kærasta Deakin, Isabel Clacher, hefur hafið söfnun fyrir kærasta sinn en hann dvelur á sjúkrahúsi í Las Vegas. Nú þegar hafa yfir 16 þúsund pund safnast.

„Þetta er gríðarlegt áfall fyrir hann, fjölskyldu hans og vini – sérstaklega þar sem hann er langt í burtu frá sínum heimahögum,“ segir Isabel sem vonast til þess að nægur peningur safnist svo hann þurfi ekki að hafa fjárhagsáhyggjur í fjarlægu landi og komist heim þegar yfir lýkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Rotnandi líkið í Teslunni – Segir galið að söngvarinn hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir barnaníð

Rotnandi líkið í Teslunni – Segir galið að söngvarinn hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét næstum lífið eftir að hún geispaði svo harkalega að hún braut á sér hálsinn

Lét næstum lífið eftir að hún geispaði svo harkalega að hún braut á sér hálsinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Systur sem lögðu minningarstað um Charlie Kirk í rúst leita til almennings um hjálp við að borga reikninginn

Systur sem lögðu minningarstað um Charlie Kirk í rúst leita til almennings um hjálp við að borga reikninginn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myndbandið fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla – Nú hefur unglingurinn hlotið dóm

Myndbandið fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla – Nú hefur unglingurinn hlotið dóm
Pressan
Fyrir 6 dögum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa