fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Pressan

Myndbandið fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla – Nú hefur unglingurinn hlotið dóm

Pressan
Fimmtudaginn 25. september 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem sýndi 14 ára dreng kasta fótskemli á milli hæða í verslunarmiðstöð í Lundúnum vakti mikla athygli í mars síðastliðnum.

Skemillinn vó fimmtán kíló og mátti drengurinn teljast heppinn að hafa ekki drepið eða örkumlað þá grunlausu vegfarendur sem voru fyrir neðan.

Atvikið átti sér stað í hinni ógnarstóru Westfield-verslunarmiðstöð en í gær var drengurinn, sem nú er 15 ára, dæmdur í fangelsi fyrir „grínið“.

Drengurinn, sem ekki er nefndur á nafn í bresku pressunni af lagalegum ástæðum, var handtekinn ásamt vini sínum eftir að myndband af atvikinu fór í dreifingu.

Í fréttum breskra fjölmiðla kemur fram að drengurinn hafi sagt við lögreglu, eftir að hann var handtekinn, að ekki hefði verið um neitt stórmál að ræða. Það versta sem myndi gerast er að einhver þyrfti á sjúkrahúsmeðferð að halda. Aðeins hefði verið um grín að ræða.

Þessu var saksóknari ekki sammála og ekki heldur dómari.

Dómarinn Shanta Deonarine sagði við dómsuppkvaðninguna að brotið væri svo alvarlegt að engin önnur refsing en fangelsisvist kæmi til greina.

„Þú kastaðir þungu húsgagni sem vó að minnsta kosti 15 kíló. Það var fólk beint fyrir neðan og á myndbandinu get ég talið að minnsta kosti fjóra sem sluppu naumlega við að fá skemilinn á sig,“ sagði dómarinn og bætti við að fólk hefði auðveldlega getað örkumlast.

Drengurinn fékk átta mánaða dóm og mun hann þurfa að afplána helming dómsins á lokaðri stofnun fyrir unga afbrotamenn.

Mark Tooley, verjandi drengsins, sagði að hann hefði verið að „sýna sig“ og hugsanlega verið að reyna að eignast vini með röngum hætti. „Hann er óþroskaður ungur maður sem á langt í land með að ná fullum þroska og skilningi – leiðsögn er lykillinn,“ sagði verjandinn.

Drengurinn tjáði sig fyrir dómi á sómölsku með aðstoð túlks og sagðist hann iðrast gjörða sinna. Bað hann um að fá annað tækifæri. Eftir að dómur var kveðinn upp leit hann snöggt á foreldra sína áður en hann var leiddur á brott af öryggisvörðum.

Vinur hans neitar sök í málinu og mun mæta fyrir dóm þann 2. desember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bókaði sér líknardráp svo hann gæti notið lífsins – „Ég hef aldrei óttast dauðann. Ég óttast að hafa engin lífsgæði“

Bókaði sér líknardráp svo hann gæti notið lífsins – „Ég hef aldrei óttast dauðann. Ég óttast að hafa engin lífsgæði“
Pressan
Í gær

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson

Opnar sig um fóstureyðingu, hvernig Elvis „þvingaði“ sig upp á hana og hvers vegna hún treysti aldrei Michael Jackson
Pressan
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld í einu elsta óupplýsta morðmáli Frakklands hófust í dag – „Kraftaverk að við séum komin hingað“

Réttarhöld í einu elsta óupplýsta morðmáli Frakklands hófust í dag – „Kraftaverk að við séum komin hingað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?

Samsæriskenning um skotmann Charlie Kirk – Er eitthvað gruggugt við samtalið við herbergisfélagann?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir

Berserksgangur á bókasafninu – Skemmdarverk í skóla kosta 6 milljónir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands

Gefur í skyn að fjölskyldan ætli að flytja aftur til Bretlands
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myndband sýnir handtöku á konu sem nauðgaði 11 ára nemanda sínum – „Ég? Fyrir hvað?“

Myndband sýnir handtöku á konu sem nauðgaði 11 ára nemanda sínum – „Ég? Fyrir hvað?“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ræddi við þá sem þekktu skotmanninn best og segir fjölmiðla og yfirvöld mála upp ranga mynd af skoðunum hans

Ræddi við þá sem þekktu skotmanninn best og segir fjölmiðla og yfirvöld mála upp ranga mynd af skoðunum hans