fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Pressan

Vara við ofneyslu venjulegra matarsveppa – Gætu valdið krabbameini

Pressan
Föstudaginn 19. september 2025 07:00

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveppa ætti aðeins að neyta í hófi. Þetta segir danska matvælastofnunin, Fødevarestyrelsen, í færslu á Facebook þar sem er vísað til rannsókna sem bendi til þess að sveppir innihaldi efni sem geti verið krabbameinsvaldandi. Mælst er með því að fólk borði ekki hráa sveppi og ekki meira en tvö kíló á ári.

Nyheder vekur athygli á málinu og er þar tekið fram að sveppir innihalda náttúrulegt eitur, sem kallast phenylhydrazine, í snefilmagni en rannsóknir á dýrum bendi til þess að efnið sé krabbameinsvaldandi. Þar með sé fullt tilefni til að endurskoða stöðu sveppa í mataræðinu. Fødevarestyrelsen bendir á að sveppir séu ekki grænmeti og ef fólk ætlar að neyta þeirra er best að hita þá vel, forðast að borða þá hráa og helst steikja þá eða sjóða og henda svo vökvanum sem kemur af þeim eða leyfa honum að gufa alveg upp.

Matvælafræðingurinn Anne W. Ravn, sem starfar hjá háskólanum í Aarhus, segir við Nyheder að margir haldi ranglega að sveppir séu grænmeti og því hollir. Frekar ætti að líta á sveppi sem krydd.

Færsla Fødevarestyrelsen hefur vakið mikla athygli. Í athugasemdum virðast margir ráðvilltir og spyrja hvort að stofnunin sé að byggja ráðleggingar sínar á tilgátu frekar en afgerandi niðurstöðum þar sem aðeins er búið að framkvæma rannsóknir á áhrifum eitursins á dýr. Eins hefur verið bent á aðrar rannsóknir sem sýna að neysla sveppa geti dregið úr líkum á krabbameini.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 1 viku

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós