fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Myndband sýnir handtöku á konu sem nauðgaði 11 ára nemanda sínum – „Ég? Fyrir hvað?“

Pressan
Fimmtudaginn 18. september 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ally Bardfield var, þar til fyrir skemmstu, forfallakennari í grunnskóla í Illinois í Bandaríkjunum. Hún er 34 ára gömul og gift.

Í apríl árið 2024 kom lögregla að heimili hennar og tilkynnti henni að hún væri grunuð um kynferðisbrot gegn 11 ára dreng, nemanda sínum. Lögreglumenn tilkynntu henni einnig að þeir væru með heimild til leitar á heimili hennar.

Ally Bardfield virtist í fyrstu mjög undrandi yfir þessu og er henni var tjáð að hún væri handtekin, sagði hún: „Ég? Fyrir hvað?“

Þá var henni greint frá því að lögreglan hefði gögn undir höndum um samskipti hennar við drenginn. Hún breytti þá um taktík og reyndi að skella skuldinni á drenginn, sagði hann hafa verið mjög ágengan við sig.

Liggur nú fyrir að Ally hafi lokkað drenginn heim til sín tvisvar og haft samfarir við hann í hjónarúminu sem hún deilir með eiginmanni sínum. Auk þess átti hún í mjög óviðeigandi samskiptum við hann í textaskilaboðum.

Foreldrar drengsins fengu veður af misnotkuninni eftir að hann fór að hegða sé undarlega. Er þau skoðuðu síma hans sáu þau hvað var í gangi. Í ljós kom að Ally og drengurinn höfðu átt í samskiptum á Snapchat mánuðum saman. Hún hafði honum nektarmyndir af sér og gefið honum peninga.

Ally Bardfield játaði sök fyrir rétti í síðasta mánuði. Dómur verður kveðinn upp yfir henni á næstu dögum og kemur þá í ljós hvað hún fær þunga refsingu.

Myndband af handtöku kennarans og umfjöllun um málið er í spilaranum hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað