fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Pressan

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Pressan
Miðvikudaginn 10. september 2025 13:14

Þinghús Kaliforníu í höfuðborginni Sacramento. Mynd: Radomianin / Wikimedia Commons / CC BY-SA 4.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk kona á nú yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi í máli sem telst nokkuð sérstakt.

Þegar kosið var um ríkisstjóra í Kaliforníu árið 2021 deildi konan, Laura Yourex, mynd af hundi sínum. Hundurinn var þar með sérstakan límmiða sem kjósendur fá þegar þeir hafa skilað inn atkvæði sínu.

Yourex deildi svo annarri mynd í kringum forsetakosningarnar á síðasta ári en þar mátti sjá hundaól og kjörseðil. Með myndinni skrifaði Yourex: „Maya er enn að fá kjörseðilinn sinn“ en hundurinn var þá dauður.

Þetta vakti athygli fólks og fór svo að Yourex tilkynnti sjálfa sig til yfirvalda og gekkst við því að hafa skráð hundinn sinn á kjörskrá. Yourex var í kjölfarið ákærð fyrir brot á borð við skjalafölsun og kosningasvik.

Verjandi Yourex segir að um gjörning hafi verið að ræða sem átti að varpa ljósi á glufur í kosningakerfinu.

„Laure Yourex sér virkilega eftir vanhugsaðri tilraun sinni til að afhjúpa galla í kosningakerfinu okkar þar sem hún ætlaði sér að stuðla að úrbótum með því að sýna að jafnvel hundur kæmist inn á kjörskrána.“

Toronto Sun greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stal bolta af afmælisbarni og keppir nú við derhúfumanninn um titilinn „hataðasta manneskja Internetsins“

Stal bolta af afmælisbarni og keppir nú við derhúfumanninn um titilinn „hataðasta manneskja Internetsins“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Minnst 14 látnir og tugir særðir í blóðugum mótmælum gegn samfélagsmiðlabanni

Minnst 14 látnir og tugir særðir í blóðugum mótmælum gegn samfélagsmiðlabanni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjálfsskaði, svik og sjúkt klám – Hryllingssaga bresks læknis

Sjálfsskaði, svik og sjúkt klám – Hryllingssaga bresks læknis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík níu ára stúlku fannst í poka við árbakka – Fósturmóðirin ákærð fyrir morð

Lík níu ára stúlku fannst í poka við árbakka – Fósturmóðirin ákærð fyrir morð