Stóra svið vinsælu tónlistarhátíðarinnar Tomorrowland hefur brunnið til kaldra kola. Engan sakaði við brunann en íbúum á svæðinu hefur verið ráðlagt að hafa glugga og dyr lokaðar.
Hátíðin átti að hefjast á föstudaginn svo engir gestir voru á svæðinu, en þó nokkuð af starfsfólki.
Þegar fréttir bárust af brunanum fóru sögur á kreik um að hátíðinni yrði aflýst, en skipuleggjendur segja að um falsfréttir sé að ræða, hátíðin muni halda sínu striki.
Talsmaður hátíðarinnar, Debby Willemsen, sagði í samtali við fjölmiðla: „Hátíðin verður haldin, en þó án stóra sviðsins. Ég veit ekki enn hvernig við munum tækla það.“
Um 400.000 manns mættu á hátíðina í fyrra sem fer fram í Belgíu.
Maanden werk in een keer weg… Tering zeg, ben je mooi klaar mee als organisatie zijnde als je festival dit weekend begint.#tomorrowland pic.twitter.com/yzBxFHlDom
— MorkvanBammel | ⚽🍻 (@MvBammel) July 16, 2025
A dream shattered, it’s incredible. It’s said that Tomorrowland was set on fire thanks to its fireworks. #Tomorrowland pic.twitter.com/5L42vyaJp3
— Flame Master (@FlameMaste69) July 16, 2025