Svarið er auðvitað að það á að nota tannþráðinn áður en tannburstinn er látinn taka til starfa. Með þessu tryggir maður eins góða hreingerningu og hægt er.
Tannþráðurinn fjarlægir matarleifar og óværu af tönnunum og af tannholdinu á svæðum sem erfitt er að koma tannburstanum við. Þegar tannþráðnum hefur verið beitt, þá á flúorið í tannkreminu auðveldara með að komast að svæðunum sem þráðurinn er búinn að hreinsa.
Með því að nota tannþráðinn fyrst, þá fjarlægir þú bakteríur og matarleifar sem geta valdið andfýlu.
Flestir tannlæknar og samtök tannlækna mæla með notkun tannþráðs áður en tannburstað er. Ástæðan er einfaldlega sú að það gerir fólki best kleift að fjarlægja bakteríur og hámarka áhrif flúors.