Þessi fyrirmæli hans koma í kjölfar frétta af að hungraðir norðurkóreskir hermenn steli mat frá heimilum nærri herstöðvum.
Fréttir hafa borist af því að nú þegar sé búið að koma upp kanínubúum í mörgum skólum í landinu.
Tvær stórar pólitískar stofnanir sjá um að kenna börnum og ungmennum sósíalíska hugmyndafræði og tryggð við einræðisstjórnina. Leiðbeinendur, frá þessum samtökum, starfa í öllum skólum og hefur þeim verið skipað að uppfylla ræktunarmarkmið einræðisherrans á kanínum.
Það er ekki þannig að einhverri gulrót sé veifað til að hvetja fólk til dáða við kanínuræktunina en hins vegar verður þeim, sem ná ekki að rækta að minnsta kosti 1.000 kanínur, refsað með annað hvort brottrekstri úr starfi eða með að vera útilokaðir frá starfsemi samtakanna tveggja.