fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Pressan
Laugardaginn 12. apríl 2025 21:30

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir hafa eflaust setið í myrkrinu, hátt yfir skýjunum og starað út um flugvélagluggann í von um að sjá nú stjörnurnar á næturhimninum vel. Þetta ættu að vera kjöraðstæður til þess, langt frá ljósmenguninni í bæjum og borgum og nær himninum en nokkru sinni áður. En af hverju er eins og stjörnurnar séu alltaf í felum þegar maður situr í flugvél.

Ethan Siegel, stjarneðlisfræðingur, útskýrði í Medium að það sé ljósið inni í flugvélinni sem sé skúrkurinn í þessu. Þrátt fyrir að maður sé kominn langt frá glóðinni og ljósmenguninni í bæjum og borgum, þá myndar hin daufa lýsing í farþegarýminu glampa í gluggunum. Glampinn kemur í veg fyrir að augun geti séð daufar stjörnurnar á himninum.

Hann líkir þessu við að vera heima hjá sér að nóttu til: „Ef þú ert með ljós kveikt inni en það er dimmt úti, þá getur fólkið úti séð allt sem þú gerir en þú sérð ekki mikið út.“

En það eru einnig aðrir þættir sem koma í veg fyrir að maður geti séð stjörnurnar út um flugvélagluggann.

Í fyrsta lagi er það ljósmengun frá jörðinni en hún getur teygt sig hátt upp í himininn. Þetta á sérstaklega við rétt eftir flugtak eða í lendingu. Þá er vélin svo nærri ljósunum að þau geta nánast gert þær ósýnilegar.

Svo er það tunglið. Fullt tungl getur drekkt ljósinu frá björtustu stjörnunum á himninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?

Allt fór á hliðina þegar X byrjaði að sýna staðsetningu notenda – Er bandarísk stjórnmálaumræða uppfull af erlendum nettröllum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“