fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Pressan

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Pressan
Laugardaginn 12. apríl 2025 21:30

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir hafa eflaust setið í myrkrinu, hátt yfir skýjunum og starað út um flugvélagluggann í von um að sjá nú stjörnurnar á næturhimninum vel. Þetta ættu að vera kjöraðstæður til þess, langt frá ljósmenguninni í bæjum og borgum og nær himninum en nokkru sinni áður. En af hverju er eins og stjörnurnar séu alltaf í felum þegar maður situr í flugvél.

Ethan Siegel, stjarneðlisfræðingur, útskýrði í Medium að það sé ljósið inni í flugvélinni sem sé skúrkurinn í þessu. Þrátt fyrir að maður sé kominn langt frá glóðinni og ljósmenguninni í bæjum og borgum, þá myndar hin daufa lýsing í farþegarýminu glampa í gluggunum. Glampinn kemur í veg fyrir að augun geti séð daufar stjörnurnar á himninum.

Hann líkir þessu við að vera heima hjá sér að nóttu til: „Ef þú ert með ljós kveikt inni en það er dimmt úti, þá getur fólkið úti séð allt sem þú gerir en þú sérð ekki mikið út.“

En það eru einnig aðrir þættir sem koma í veg fyrir að maður geti séð stjörnurnar út um flugvélagluggann.

Í fyrsta lagi er það ljósmengun frá jörðinni en hún getur teygt sig hátt upp í himininn. Þetta á sérstaklega við rétt eftir flugtak eða í lendingu. Þá er vélin svo nærri ljósunum að þau geta nánast gert þær ósýnilegar.

Svo er það tunglið. Fullt tungl getur drekkt ljósinu frá björtustu stjörnunum á himninum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?