
Fertugur, skoskur byggingaverktaki, Joseph McCabe, hefur dæmdur í 46 vikna fangelsi og ævilangt flugbann með flugfélaginu Jet2 eftir vægast sagt ósæmilega hegðun sína um borð í farþegaþotu félagsins, í flugi frá Edinborg til Tenerife þann 15. mars síðastliðinn.
McCabe var gefið að sök að hafa áreitt fjórar flugfreyjur um borð í vélinni með því að strjúka og slá á afturenda þeirra, auk þess að viðhafa óviðurkvæmileg kynferðisleg ummæli. Fyrir utan þetta lét McCabe öllum illum látum í vélinni og var dauðadrukkinn.
Um 110 farþegar voru um borð, þar af mörg börn. Framferði Skotans vakti áhöfninni svo mikinn óhug að ákveðið var að neyðarlenda á portúgölsku eyjunni Porto Santo þar sem McCabe var handtekinn áður en vélin hóf sig á loft á ný og flaug til Tenerife.
Réttað var yfir McCabe í Skotlandi sem játaði sök og lýsti sig sekan um kynferðislega áreitni í fjórum tilvikum um borð í Jet2 vélinni.
Sjá nánar á Canarian Weekly.