fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Pressan

Dæmdur í fangelsi og ævilangt flugbann fyrir að áreita flugfreyjur í Tenerife-flugi

Pressan
Mánudaginn 29. desember 2025 06:00

Flugdólgurinn Joseph McCabe. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fertugur, skoskur byggingaverktaki, Joseph McCabe, hefur dæmdur í 46 vikna fangelsi og ævilangt flugbann með flugfélaginu Jet2 eftir vægast sagt ósæmilega hegðun sína um borð í farþegaþotu félagsins, í flugi frá Edinborg til Tenerife þann 15. mars síðastliðinn.

McCabe var gefið að sök að hafa áreitt fjórar flugfreyjur um borð í vélinni með því að strjúka og slá á afturenda þeirra, auk þess að viðhafa óviðurkvæmileg kynferðisleg ummæli. Fyrir utan þetta lét McCabe öllum illum látum í vélinni og var dauðadrukkinn.

Um 110 farþegar voru um borð, þar af mörg börn. Framferði Skotans vakti áhöfninni svo mikinn óhug að ákveðið var að neyðarlenda á portúgölsku eyjunni Porto Santo þar sem McCabe var handtekinn áður en vélin hóf sig á loft á ný og flaug til Tenerife.

Réttað var yfir McCabe í Skotlandi sem játaði sök og lýsti sig sekan um kynferðislega áreitni í fjórum tilvikum um borð í Jet2 vélinni.

Sjá nánar á Canarian Weekly.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda

Martröð á jólum sem endaði með björgunaraðgerð í anda hasarmynda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Jólakærleikur 10 ára drengs – Færir börnum í athvörfum náttföt og bækur

Jólakærleikur 10 ára drengs – Færir börnum í athvörfum náttföt og bækur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stjarna úr tölvuleikjaheiminum lést í bílslysi

Stjarna úr tölvuleikjaheiminum lést í bílslysi
Pressan
Fyrir 6 dögum

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fyrrverandi einræðisherra lifir þægilegu lúxuslífi í Rússlandi

Fyrrverandi einræðisherra lifir þægilegu lúxuslífi í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“