fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Pressan

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur

Pressan
Sunnudaginn 28. desember 2025 22:00

Steven Clark.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag, þann 28. desember, eru 33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlandseyja. Þann dag árið 1992 hvarf hinn 23 ára gamli Steven Clark og var engu líkara en að jörðin hefði gleypt hann.

Steven var búsettur ásamt foreldrum sínum í Marske í North-Yorkshire á Englandi. Hann var með fötlun sem gerði það að verkum að hann gat ekki notað vinstri handlegginn og gekk haltur.

Þennan örlagaríka dag milli jóla og nýárs fór Steven í gönguferð með móður sinni, Doris Clark, meðfram ströndinni áleiðis til Saltburn. Um var að ræða einskonar heilsubótargöngu og átti hún ekki að taka lengri tíma en 2 til 3 klukkustundir. Það var kalt, dimmt og fáir á ferli og í raun dæmigerður vetrardagur við Norðursjó.

Gekk inn á salerni og sást ekki aftur

Í umfjöllun BBC árið 2022, þegar 30 ár voru liðin frá hvarfinu, kom fram að Steven hafi síðast sést ganga inn á almenningssalerni um klukkan 15 þennan dag. Doris nýtti tækifærið og skellti sér á kvennasalernið en þegar hún kom út var Steven á bak og burt.

Hún leitaði í nágrenninu, gekk heim til að athuga hvort hann hefði farið þangað og síðar þennan sama dag hafði hún samband við lögreglu. Þrátt fyrir ítarlega leit við ströndina og í nágrenninu sást Steven aldrei aftur og hefur ekkert til hans spurst.

Lögregla rannsakaði málið og var ekkert sem benti til þess að til átaka hafi komið eða að hann hafi verið numinn á brott. Hann virtist bara hverfa og taldi lögregla til að byrja með að um óútskýrt mannshvarf hefði verið að ræða. Það átti þó síðar eftir að breytast.

Gengu í gegnum „helvíti“

Árið 2020 voru foreldrar Stevens handteknir vegna gruns um aðild að hvarfinu eftir að rannsókn málsins var tekin upp að nýju. Lögregla lýsti því yfir að málið væri nú rannsakað sem „grunsamlegt manndrápsmál“ og að handtökurnar væru nauðsynlegt skref til að kanna allar mögulegar og ómögulegar skýringar, óháð því hversu sársaukafullar þær væru fyrir aðstandendur.

Doris og eiginmaður hennar, Charles, voru yfirheyrð ítarlega en þeim var síðan sleppt og engin ákæra gefin út. Taldi lögregla sig ekki hafa næg sönnunargögn til að sækja þau til saka í málinu.

Hjónin sögðu í viðtali við BBC árið 2021 að það hefði verið algjört „helvíti“ að vera grunuð um morð á eigin syni. Lögreglumenn hefðu haldið því fram að Doris hefði myrt soninn og Charles grafið hann í garðinum við heimili þeirra. Lögregla gerði ítarlega leit á heimili hjónanna og í garðinum en ekkert fannst.

Áttu dásamlega æsku

Árið 2022 hófu samtökin Missing People rannsókn á málinu og sögðu forsvarsmenn þeirra að foreldrar hans, Doris og Charles, og yngri systir hans, Victoria Orr, hefðu verið óþreytandi í að halda leitinni að Steven á lífi. Við það tilefni sagði Victoria að hvarf bróður hennar hefði verið „lifandi martröð“ fyrir fjölskylduna í þá þrjá áratugi sem liðnir eru.

„Samband okkar fjölskyldunnar var fullt af kærleika. Steven og ég hefðum ekki getað óskað okkur hamingjusamari æsku,“ sagði hún en Steven var dyggur stuðningsmaður Arsenal í enska boltanum, mikill tónlistarunnandi og hafði sérstakt dálæti á tölvum og upplýsingatækni.

„Hann hafði frábæran húmor og smitandi hlátur – maður gat ekki annað en hlegið í kringum hann,“ bætti hún við. Þá sagði hún að hvarf hans hefði verið fjölskyldunni mjög þungbært og raunar lagt hana í rúst.

Engin virk rannsókn er í gangi á málinu sem stendur en lögregla segir þó að brugðist verði við komi nýjar upplýsingar fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

19 ára piltur sagður hafa skipulagt morð foreldra sinna í marga mánuði

19 ára piltur sagður hafa skipulagt morð foreldra sinna í marga mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin unnu fyrst í lottóinu 2018 – Fengu sjokk á dögunum þegar þau unnu aftur

Hjónin unnu fyrst í lottóinu 2018 – Fengu sjokk á dögunum þegar þau unnu aftur
Pressan
Fyrir 1 viku

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 1 viku

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið