
Zelensky, forseti Úkraínu, sagði í jólaávapi til Úkraínsku þjóðarinnar að heitasta ósk Úkraínumanna væri sú að Pútín, Rússlandsforseti, myndi farast og eyðast.
Metro greinir frá þessu.
„Hvert og eitt okkar hugsar með sjálfu sér en þegar við beinum huga okkar að Guði, að sjálfsögðu, þá biðjum við um meira. Við biðjum um frið til handa Úkraínu. Við berjumst fyrir honum. Og við biðjum fyrir honum,“ sagði forsetinn.
Í febrúar á næsta ári verða liðin fjögur ár frá innrás Rússlands í Úkraínu.
Forseti Úkraínu sagði ennfremur í ræðu sinni:
„Þrátt fyrir allt það mótlæti sem Rússland hefur kallað yfir okkur hefur þeim ekki tekist að hernema eða sprengja það sem skiptir mestu máli. Það er úkraínska hjartað okkar, trú okkar hvert á annað og samstaða okkar.“