
Stórbruni varð á sveitabýli í Weiler Obernstein í Passau-sýslu í Bæjaralandi á aðfangadagskvöld.
Fjögurra manna fjölskylda hafði sest að jólamáltíðinni þegar eldvarnarkerfi á eigninni fór í gang. Eldurinn kviknaði í yfirgefnu húsi þar sem áður hafði verið mjólkurbú, hann breiddist hratt út um eignina, yfir í skúra, gripahús og að lokum í íbúðarhúsið.
Bild greinir frá þessu.
Yfir tugur slökkviliða úr héraðinu og einnig frá Austurríki voru kölluð á vettvang. Þrátt fyrir skjóta aðkomu slökkviliða gekk slökkvistarfið illa, meðal annars vegna hita, myrkurs og erfiðs aðgengis að vatni. Um tíma var hætta á því að eldurinn breiddist út í nærliggjandi skóg en það tókst að koma í veg fyrir það.
Býlið í heild var varð eldinum að bráð en ekki varð mannskaði. Hins vegar dóu 25 hænur og þrír hérar. Gífurlegt eignatón varð í eldinum.
Fjölskyldan fékk húsaskjól hjá ættingum í nágrenninu.