
Ekkert lát er á ásökunum um kynferðisofbeldi á hendur breska leikaranum og grínistanum Russell Brand. Gefnar hafa verið út á hendur honum tvær nýjar ákærur, þar sem hann er annars vegar sakaður um nauðgun og hins vegar kynferðislega árás.
Russell Brand á að koma fyrir dómstól og taka afstöðu til nýju ákæranna þann 20. janúar næstkomandi. Áður hafa verið lagðar fram fimm ákærur gegn honum fyrir kynferðisofbeldi.
Hann hefur nú svarað þessum ásökunum með nokkuð loðnum hætti í nýju myndbandi á samfélagsmiðlinum X. Þar segir hann að hægt sé að bregðast við árás með þokka og virðast þau ummæli gefa til kynna að hann telji sig saklausan af ásökununum.
En hins vegar benda eftirfarandi ummæli í myndbandinu til þess að hann játi á sig misgjörðir:
„Ég bið til guð um að allir sem ég hef skaðað eða sært þau ár sem ég lifði í hugsunarleysi og synd fá lækningu.“
Hann segir að árið 2026 verði stórt ár, hlaðið erfiðum raunum sem hann tekur fagnandi.
Merry Christmas brothers and sisters. Accept all things, even trials as gifts from God. Jesus is real. pic.twitter.com/SnV5FWzhak
— Russell Brand (@rustyrockets) December 23, 2025