fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Loðinn háls kom upp um svik í furðulegu máli sem þykir minna á þekkta kvikmynd

Pressan
Fimmtudaginn 25. desember 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klæðskiptingur ákvað að nýta hæfileika sína til að halda móður sinni „á lífi“, ef svo mætti komast að orði, í máli sem hefur verið líkt við kvikmyndina Mrs. Doubtfire.

Ítalinn Graziella Dall’Oglio lést árið 2022, 82 ára að aldri. Þetta setti 57 ára son hennar í erfiða stöðu. Þrátt fyrir að vera hjúkrunarfræðingur að mennt glímdi sonurinn við atvinnuleysi og var hann ekki tilbúinn að kyssa tæplega 8 milljónirnar, sem móðir hans fékk árlega í lífeyrisgreiðslur, bless. Hann ákvað því að halda móður sinni á lífi í augum hins opinbera.

Hann falldi lík móður sinnar og leyndi andláti hennar. Þetta gekk ágætlega hjá syninum, allt þar til hann neyddist til að endurnýja persónuskilríki móður sinnar. Voru þá góð ráð dýr. Sonurinn játaði sig þó ekki sigraðan. Hann klæddi sig í föt móður sinnar, skellti á sig farða og hélt svo til bæjarskrifstofunnar þar sem hann ætlaði að þykjast vera móðir sín.

Að sögn yfirvalda voru líkindin sláandi og fátt benti til þess að þarna væri einhver annar en Graziella sjálf á ferðinni. Starfsmaður hjá skrifstofunni sem endurnýjar skilríkin var þó ekki alveg sannfærður. Til dæmis var Graziella óvenju loðin á hálsinum sem er óalgengt meðal eldri kvenna, sem og skeggbroddar sem starfsmaðurinn tók eftir. Á öryggismyndavélum mátti svo sjá að Graziella hafði ekið sér sjálf á bæjarskrifstofuna, þrátt fyrir að vera ekki með bílpróf.

Þegar gengið var á „Graziellu“ gekkst „hún“ við því að vera í raun sonur hennar í dulargervi. Lögregla var þá send á heimili feðginanna þar sem líkamsleifar Grizellu fundust í svefnpoka í þvottaherberginu. Líkið var vel varðveitt og minnti helst á múmíu.

Sonurinn hefur nú verið ákærður fyrir að leyna andláti, fjársvik og fyrir að villa á sér heimildir gagnvart hinu opinbera.

Eins og áður segir hefur málinu verið líkt við þekkta kvikmynd leikarans Robin Williams, Mrs. Doubtfire. En þar lék Williams föður sem var að ganga í gegnum skilnað og ákvað að dulbúa sig sem konu til að geta varið meiri tíma með börnum sínum í dulargervi barnfóstrunnar fröken Doubtfire.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi

OnlyFans-stjarna afhjúpar dýrar gjafir sem karlar gefa henni í jólagjöf – Segir klámleikara brenna fljótt út í starfi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst