fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Pressan
Þriðjudaginn 23. desember 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið í hryðjuverkaárásinni á Bondi Beach í Sydney í Ástralíu hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi.

Skjótur bati lögreglumannsins, sem heitir Jack Hibbert og er 22 ára, gengur kraftaverki næst en hann var aðeins búinn að vera fjóra mánuði í starfi þegar hann var skotinn.

Jack var við störf á Bondi-ströndinni þegar tveir byssumenn hófu skothríð og drápu fimmtán manns og særðu yfir 40. Auk þess að fá kúlu í höfuðið var hann einnig skotinn í öxlina.

BBC greinir frá því að Jack hafi misst sjón á öðru auga eftir árásina, en sé nú útskrifaður af sjúkrahúsi og jafni sig heima í faðmi fjölskyldu sinnar.

„Fyrir okkur sem fjölskyldu er ekkert dýrmætara en að hafa Jack heima, og að það skuli gerast um jólin upplifum við sem sannkallað kraftaverk,“ sagði í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans sem BBC vitnar til.

Í henni þakkaði fjölskyldan almenningi einnig fyrir mikinn og góðan stuðning og hrósaði heilbrigðisstarfsfólki fyrir einstaka umönnun og elju.

„Þótt hann sé kominn heim er langt bataferli fram undan og hann mun þurfa næði, stuðning og áframhaldandi jákvæðar hugsanir á þessum tíma,“ bætti fjölskyldan við í yfirlýsingu sinni.

Jack var annar tveggja lögreglumanna sem slösuðust í skotárásinni. Hinn, lögreglumaðurinn Scott Dyson, 25 ára, er enn á sjúkrahúsi að jafna sig af meiðslum sínum.

Mal Lanyon, lögreglustjóri í New South Wales, segir að lögregla muni standa þétt við bakið á Jack og finna viðeigandi verkefni fyrir hann þegar hann hefur náð sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
Pressan
Í gær

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Í gær

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys