fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Pressan

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Pressan
Sunnudaginn 21. desember 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norður-Kóreumenn voru umsvifamiklir í rafmyntaþjófnaði á árinu og segir eftirlitsfyrirtækið Chainalysis að þeir hafi slegið met frá árinu 2024 sem þeir áttu sjálfir.

Samkvæmt nýrri rannsókn stal landið rafmyntum fyrir 2,02 milljarða Bandaríkjadala árið 2025 í samanburði við 1,3 milljarða dala árið 2024. Hafa hakkarar á vegum Norður-Kóreumanna einkum beint spjótum sínum að rafmyntunum bitcoin og ethereum.

Talið er að samanlagt verðmæti rafmynta sem Norður-Kóreu hefur stolið nemi nú 6,75 milljörðum dala.

Þá segir í skýrslunni að heildarupphæð stolinna rafmynta á heimsvísu hafi aukist á sama tíma í 3,4 milljarða dala. Á þessu sést að Norður-Kóreumenn hafa mikla yfirburði þegar kemur að þjófnaði á rafmyntum.

Í frétt NBC News, sem fjallar um málið, kemur fram að verulegur hluti þessarar upphæðar megi rekja til tölvuárásar á rafmyntafyrirtækið Bybit í Dúbaí fyrr á þessu ári. Tölvuþrjótarnir eru sagðir hafa starfað fyrir svokallaða úrvalssveit tölvuþrjóta sem yfirvöld starfrækja.

Sameinuðu þjóðirnar og óháðir rannsakendur hafa lengi sakað Norður-Kóreu, sem býr við víðtækar alþjóðlegar þvingunaraðgerðir, um að nota tölvuþrjóta sína til að stela rafmyntum til að fjármagna kjarnorku- og eldflaugaáætlanir landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi