fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Trump mildar refsingu yfir alræmdum fjársvikamanni – „Ég missti allan ævisparnaðinn“

Pressan
Mánudaginn 1. desember 2025 12:30

Trump fer sínar eigin leiðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur mildað refsingu yfir hinum 59 ára David Gentile, sem dæmdur var í sjö ára fangelsi í maí síðastliðnum fyrir umfangsmikil fjársvik.

Gentile mætti til afplánunar þann 14. nóvember síðastliðinn og var látinn laus á miðvikudag í síðustu viku. Þurfti hann því aðeins að sitja inni í tæpar tvær vikur.

Gentile og Jeffry Schneider voru sakfelldir í ágúst 2024 fyrir verðbréfasvik og netsvik, en Schneider fékk sex ára dóm.

Sögðu saksóknarar að Gentile og Schneider hefðu árum saman notað fjárfestingarsjóði undir stjórn fyrirtækis Gentile, GPB Capital, til að svíkja 10.000 fjárfesta með því að gefa rangar upplýsingar um stöðu sjóðanna.

Þó að Gentile sé laus úr fangelsi er ekki um náðun að ræða og verður því málið um ókomna tíð á sakaskrá Gentile. Schneider virðist ekki hafa fengið neina miskunn frá Trump, að því er fram kemur í frétt New York Times. Þá segir í frétt blaðsins að ekki sé vitað um nein sérstök tengsl á milli Gentile og Trumps.

Meira en þúsund einstaklingar stigu fram sem sögðust hafa tapað peningum á svikum þeirra Gentile og Schneider. Sögðu saksóknarar að í flestum tilfellum hafi verið um að ræða harðduglegt venjulegt fólk.

„Ég missti allan ævisparnaðinn minn og lifi frá einni útborgun til þeirrar næstu,” sagði til dæmis einn í vitnisburði sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“

Trump móðgar enn eina blaðakonuna – „Ljót, bæði að innan og utan“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann

Stúlka gerði hið óhugsanlega eftir að móðir hennar tók af henni símann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna

Telja að áhrifavaldurinn sé endanlega genginn af göflunum eftir nýjustu samsæriskenninguna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandarískir neytendur fá að kenna á tollahækkunum Trumps

Bandarískir neytendur fá að kenna á tollahækkunum Trumps