fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Pressan
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 14:39

Donald Trump Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti missti stjórn á skapi sínu á dögunum eftir að hafa fengið ágengar spurningar frá blaðakonu Bloomberg. Blaðakonan, Catherine Lucey, var að krefja forsetann svara um vandræðaganginn með Epstein-skjölin þegar Trump hraunaði yfir hana, kallaði hana svín og sagði henni að þegja.

Atvikið er talið til marks um hversu erfitt og lýjandi Epstein-málið hefur reynst Trump enda er Bandaríkjaforseti sagður hundfúll með þá stefnu sem málið hefur tekið. Fór það svo að Trump sagðist ekki vera mótfallinn birtingunni sem varð til þess að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti birtingu nánast samhljóða. Hér má þó skjóta inn að dómsmálaráðherra er nú þegar farinn að leita leiða til að koma í veg fyrir birtingu svo sem með því að lýsa því yfir að rannsókn Epstein-málsins sé hafin að nýju og því séu sum skjöl bundin trúnaði sem rannsóknargögn, útspil sem hefur ekki lægt öldurnar í samfélaginu heldur frekar virkað sem olía á eldinn.

Svínsleg framkoma forsetans í garð fjölmiðlamanna er ekkert nýtt, en að þessu sinni hefur framkoma forsetans valdið meira fjaðrafoki en áður.

Viðbjóðsleg ummæli

Rithöfundurinn Han Greek skrifar á samfélagsmiðla: „Ég veit ekki hvers vegna „svínku“-ummælin fara svona fyrir brjóstið á mér. Þetta er enn einn ófyrirgefanlegi hluturinn af svona 20.000, en ég er samt búinn að vera reiður yfir þessu samfellt í 12 tíma.“

Fréttamaður CNN, Jake Tapper, kallaði framkomuna viðbjóðslega og óásættanlega og fyrrum fréttakona FOX, Gretchen Carlson, segir atvikið viðbjóðslegt og niðurlægjandi. Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel segir ótrúlegt að sjá Trump missa stjórn á skapi sínu í hvert sinn sem einhver nefnir Epstein á nafn.

„Ef karlmaður talaði með þessum hætti til kvenkyns samstarfsfélaga í myndbandi til að fræða um áreitni á vinnustað myndir þú segja: Þetta er yfirdrifið. Enginn myndi láta svona.“

Embætti forseta sendi yfirlýsingu á The Guardian vegna málsins. Þar var blaðakonan sökuð um að hafa verið óviðeigandi og ófagleg í framgöngu sinni. Hún hafi því átt þetta skilið.

Kjaftfor fasteignasali

Atvikið átti sér stað á föstudaginn í síðustu viku en vakti þó ekki athygli fyrr en á þriðjudaginn, en setti þá líka allt á hliðina. Nú eru fjölmiðlar farnir að rifja upp fleiri tilvik þar sem Trump hefur urðað yfir fjölmiðlakonur. Hann hefur kallað fjölmiðlakonur heimskar, skítugar, spilltar, viðbjóðslegar, sjúkar og klikkaðar. Hann talar með sambærilegum hætti um kvenkyns pólitíska andstæðinga. Jafnvel þegar hann hrósar konum þá beinast hrósin gjarnan að útliti þeirra frekar en getu.

Vefmiðillinn Mother Jones segir: „Reiði Trumps, vafin inn í hans einkennandi grimmd, eftir að honum tókst ekki sannfæra jafnvel sína dyggustu stuðningsmenn í fulltrúadeildinni um að kjósa gegn frumvarpinu [um birtingu Epstein-skjalanna] var augljós; þetta er ekki maður í jafnvægi.“

Greinandi The Guardian leggur til að fólki sé brugðið af því að þessu sinni svívirti forsetinn fjölmiðlamann út af spurningu um Epstein.

„Að hrauna yfir fjölmiðlakonu með niðrandi háðsglósum í miðri hringiðu frétta um stjórnmálamenn sem eru að naga sig í handabökin yfir manni sem rak mansalshring – það var aðeins of afhjúpandi.“

Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan hefur komið forsetanum til varna. Hann bendir á að Trump er kjaftfor fasteignasali frá New York. Vissulega hafi þetta verið ókurteisi í honum en líklega skiljanlegt í ljósi þess að fjölmiðlamenn hafa kallað hann nasista og fasista árum saman.

Gríman fallin

Netverjar á samfélagsmiðlum segja þó að það sem var mest sláandi var hvernig forsetinn sagði það sem hann sagði. Hann var óheflaður, grimmur og löðrandi í kvenfyrirlitningu. Hann geti ekki haldið því fram, eins og svo oft áður, að hann sé að grínast. Gríman sé fallin.

Einn skrifar á Reddit að vanalega þegar forsetinn vill víkja sér undan spurningum blaðamanna byrjar hann bara að röfla út í loftið eða skiptir um umræðuefni.

„Það gerðist ekki hérna. Hann bara horfði kaldur á hana og sagði: haltu kjafti svín. Jafnvel eftir alla reynsluna sem við höfum af Trump þá sló þetta mann sérstaklega. Því hann var ekki einu sinni að þykjast leika hlutverk stjórnmálamanns. Hann sagði orð sem komu frá dimmum og ljótum stað í sál hans. Hann hataði þessa konu á þessari stundu. Ekkert annað skipti máli. Einhver kona var að segja honum eitthvað sem honum mislíkaði og það fauk í hann og hann sýndi það. Þetta gæti hafa verið tærasta stund Trumps sem við höfum orðið vitni að. Það þarf ekki ríkt ímyndunarafl til að átta sig á því að þetta er maðurinn sem var að djamma með Epstein.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Baldur til nýliðanna
Pressan
Í gær

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans