fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Pressan
Fimmtudaginn 20. nóvember 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjulegt mál er nú til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í Bradford á Englandi sem varðar kaupmann sem hvarf sporlaust fyrir fimm árum. Ismail Ali sást síðast þegar hann yfirgaf vinnustað sinn, Gulam Food Stores, þann 29. maí árið 2020.

Á mánudag voru fimm manns handteknir í tengslum við hvarf hans, þrjár konur og tveir karlar, og sagði lögregla við sama tilefni að hún hefði ástæðu til að ætla að Ali væri ekki lengur á lífi og hefði mögulega verið myrtur.

Það var hins vegar í gær sem þessi sami Ismail Ali gekk inn á lögreglustöð í Bradford, að því er virðist við góða heilsu. Fjölskylda hans hefur verið upplýst en í frétt Daily Mail kemur fram að Ismail sé í umsjá lögreglu þar sem hann fær vernd.

„Rannsakendur sem hafa verið að rannsaka dularfullt hvarf Bradford-íbúans Ismails Ali árið 2020 geta staðfest að hann mætti á lögreglustöð í gær og lýsti sig heilan á húfi. Lögreglumenn vinna nú að því að átta sig á aðdraganda hvarfsins,” segir talsmaður lögreglu.

Málið þykir hið dularfyllsta en í aðgerðum lögreglu á mánudag, þar sem fimm voru handteknir, var lagt hald á töluvert magn af reiðufé.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Röng beygja hrinti af stað einni stærstu leitar- og björgunaraðgerð sögunnar

Röng beygja hrinti af stað einni stærstu leitar- og björgunaraðgerð sögunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 1 viku

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 1 viku

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“