
Einn þátttakenda í fegurðarsamkeppninni Miss Universe sem fer fram í Bangkok í Thailandi féll af sviðinu og var flutt á börum á sjúkrahús.
Myndskeið sýna Ungfrú Jamaica, Gabrielle Henry, ganga inn á svið í síðkjólaatriði keppninnar í glæsilegum appelsínugulum kjól þegar hún stígur skyndilega fram af brún tískupallsins að því er virðist beint á andlitið. Sjá má að áhorfendur stökkva strax upp í sætum sínum til að athuga með hana. Önnur myndskeið sýna þegar hún er borin burtu á sjúkrabörum.
View this post on Instagram
Henry var flutt á Paolo Rangsit sjúkrahúsið í Taílandi og er ekki með nein lífshættuleg meiðsli, að sögn samtakanna Miss Universe Jamaica í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum.
„Læknar annast hana og hafa tilkynnt að hún sé ekki með lífshættulega áverka; þó halda þeir áfram að framkvæma rannsóknir til að tryggja að hún nái sér að fullu,“ sagði samtökin. „Við biðjum alla vinsamlegast að vera bjartsýnir, hafa hana í bænum sínum og senda jákvæðar hugsanir á meðan hún fær nauðsynlega læknisaðstoð“.
Raul Rocha, eigandi Miss Universe keppninnar, birti einnig færslu þar sem hann fullvissaði aðdáendur um að Henry væri í góðri umönnun og að hún hefði ekki brotnað við fallið.
„Ég var þar með fjölskyldu hennar og henni, og sem betur fer eru engin beinbrot og hún er undir góðri umönnun. Hún verður undir eftirliti það sem eftir er nætur og við munum halda sambandi við fjölskyldu hennar og styðja hana,“ skrifaði Rocha. „Við biðjum fyrir skjótum bata hennar.“
View this post on Instagram
Á miðvikudag kepptu keppendur í sundfatakeppni, þjóðbúningakeppni og kvöldkjólakeppni í von um að komast í úrslitin.
Henry er augnlæknir og stofnandi See Me Foundation, góðgerðarstofnunar sem berst fyrir réttindum sjónskertra í Jamaíka.
Hin árlega Miss Universe-keppni fer fram í 47.sinn á föstudag og hefur hneykslismál komið upp í aðdraganda hennar. Omar Harfouch, dómari í Miss Universe, sagði skyndilega af sér úr opinberri dómnefnd keppninnar aðeins nokkrum dögum áður en keppnin hófst. Harfouch hélt því fram að „óvænt dómnefnd“ með persónuleg tengsl við þátttakendur hefði þegar valið hvaða keppendur myndu komast áfram af þeim 136 konum sem kepptu.
Nawat Itsaragrisil, framkvæmdastjóri Miss Universe, var einnig rekinn úr keppninni í ár eftir hneykslanlegt átök hans við Fátimu Bosch, ungfrú Mexíkó, sem leiddi til þess að tylft annarra þátttakenda í Miss Universe gengu út af forkeppninni í samstöðu með henni.