fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Pressan

Kokkur afhjúpar leyndarmálið – Svona skerðu lauk án þess að gráta

Pressan
Sunnudaginn 5. október 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kannt þú að skera lauk án þess að fara að gráta? Ian Sutton er kokkur og fyrirlesari við Capital City-háskólann og ráðleggur fólki að byrja á því að flysja laukinn eins og hann leggur sig og geyma hann svo í loftþéttu íláti í ísskápnum áður en hann er skorinn.

„Þegar hann er orðinn kaldur þá er hægt að skera laukana í tvennt og saxa þá niður,“ segir Sutton sem segir þessa aðferð nauðsynlega til að hafa hemil á efnunum sem laukurinn gefur frá sér og veldur því að við tárumst.

„Kuldinn hægir á losun súlfat-efnanna sem valda því að þú grætur,“ segir kokkurinn.

Hann bætir við að það skipti einnig máli hvaða tól þú notar. Best er að nota mjög beittan hníf. Þannig verður skurðurinn hreinni sem lágmarkar tjónið á frumuveggjum lauksins.

„Bitlaus hnífur þýðir að kokkurinn þarf að þrýsta of mikið niður og kremur laukinn sem skaðar frumuveggina.“

Hann bendir á að mest af þessum efnum er að finna í rót lauksins svo best er að leyfa rótinni að vera í friði á meðan laukurinn er skorinn.

Sem sagt: flysja laukinn, kæla hann, skera hann með beittum hníf og láta rótina í friði.

DailyMail greinir frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli stúlku sem hvarf á dularfullan hátt árið 1970

Vendingar í máli stúlku sem hvarf á dularfullan hátt árið 1970
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir vaknaði daginn sem ákvarða átti refsingu hans fyrir kynferðisbrot – Þess í stað skaut hann börnin sín

Faðir vaknaði daginn sem ákvarða átti refsingu hans fyrir kynferðisbrot – Þess í stað skaut hann börnin sín
Pressan
Fyrir 3 dögum

Systur fundnar á lífi eftir að hafa verið saknað í 36 ár – Sást seinast til þeirra rétt áður en móðir þeirra var myrt

Systur fundnar á lífi eftir að hafa verið saknað í 36 ár – Sást seinast til þeirra rétt áður en móðir þeirra var myrt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Voru fljót að láta sig hverfa úr Airbnb-íbúð þegar þau komu auga á þetta

Voru fljót að láta sig hverfa úr Airbnb-íbúð þegar þau komu auga á þetta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu

Lygilegt að hann sé á lífi eftir ótrúlega uppákomu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Faðir byssumannsins þjakaður af sorg – „Mér líður skelfilega“

Faðir byssumannsins þjakaður af sorg – „Mér líður skelfilega“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?

Líkið í frystinum sem varð smánarblettur í réttarsögu Sviss – Hver myrti Christine Zwahlen?
Pressan
Fyrir 1 viku

Ung móðir grunuð um að reyna að drekkja þremur börnum sínum í almenningssundlaug

Ung móðir grunuð um að reyna að drekkja þremur börnum sínum í almenningssundlaug