fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Pressan

Bannaðar bækur í Bandaríkjunum – Þessir rithöfundar tróna á toppnum

Pressan
Sunnudaginn 5. október 2025 10:30

Rithöfundurinn Stephen King. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir skólar bönnuðu eða fjarlægðu bækur úr hillum í yfir 6.800 tilvikum skólaárið 2024 til 2025. Þetta er samkvæmt úttekt bandarísku félagasamtakanna PEN America sem beita sér fyrir tjáningarfrelsi og frjálsum aðgangi að bókmenntum og upplýsingum.

AP fjallar um þetta.

Þó að fjöldinn í fyrra hafi verið minni en skólaárið þar á undan, þegar yfir 10.000 bönn voru skráð, er hann enn langt yfir því sem áður tíðkaðist.

Í frétt AP kemur fram að 80% tilfella í fyrra hafi átt sér stað í aðeins þremur ríkjum, það er Flórída, Texas og Tennessee. Þar hafa lög verið sett, eða reynt að setja á lög, sem gera yfirvöldum kleift að fjarlægja eða banna bækur sem taldar eru óviðeigandi.

Hins vegar eru ríki á borð við Illinois, Maryland og New Jersey með lög sem takmarka möguleika skóla og bókasafna til að fjarlægja bækur.

Í umfjöllun AP kemur fram að Stephen King hafi reynst mest ritskoðaði höfundurinn, en 206 tilvik tengdust bókum hans, þar á meðal Carrie og The Stand. Mest bannaða bókin var þó A Clockwork Orange, dystópísk skáldsaga Anthony Burgess frá sjöunda áratugnum. Einnig hafa bækur eftir Patriciu McCormick, Judy Blume, Jennifer Niven, Söruh J. Maas og Jodi Picoult sætt takmörkunum.

Bækur sem innihalda efni sem tengjast LGBTQ+ málefnum, kynþáttum, ofbeldi eða kynferðisofbeldi eru oftast bannaðar, samkvæmt úttekt PEN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Faðir byssumannsins þjakaður af sorg – „Mér líður skelfilega“

Faðir byssumannsins þjakaður af sorg – „Mér líður skelfilega“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játaði í sjónvarpsviðtali að hafa drepið foreldra sína

Játaði í sjónvarpsviðtali að hafa drepið foreldra sína