fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Pressan

Telja nær útilokað að litli drengurinn finnist á lífi

Pressan
Föstudaginn 3. október 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Ástralíu hafa dregið úr leitinni að hinum fjögurra ára gamla Gus Lamont sem ekkert hefur spurst til síðan á laugardag.

DV fjallaði um málið í gær en Gus hvarf af afskekktri jörð afa síns og ömmu um 40 kílómetrum suður af bænum Yunta í suðurhluta Ástralíu.

Þrátt fyrir að umfangsmikil leit hafi staðið yfir í næstum viku, með hundruðum sjálfboðaliða, leitarhundum, drónum, fjórhjólum, köfurum og hitamyndavélum, eru einu ummerkin sem hafa fundist eitt fótspor um 500 metrum frá heimili fjölskyldunnar.

Ian Parrott, yfirlögregluþjónn á svæðinu, tilkynnti í morgun að ólíklegt væri að Gus fyndist á lífi. Leitaraðgerðir síðustu daga eru með þeim umfangsmestu sem orðið hafa í suðurhluta Ástralíu en þrátt fyrir það hafa sárafáar vísbendingar fundist um drenginn. Eitt fótspor, um 500 metrum frá heimili afans og ömmunnar, er það eina sem hefur fundist.

Lögregla segir málið nokkuð óvenjulegt og það hafi verið ólíkt Gus að fara einn á ókannaðar slóðir. Ýmsum tilgátum hefur verið varpað fram um hvarfið, eins og að hann hafi dottið ofan í yfirgefna námu á svæðinu. Nokkrar slíkar eru sagðar vera á svæðinu og það getur verið erfitt að koma auga á þær. Lögregla segist ekki telja að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.

Bent hefur verið á að árstíminn sé heppilegur fyrir dvöl í óbyggðum þar sem hvorki er mjög heitt eða kalt úti. En þar sem Gus er aðeins fjögurra ára þykja litlar líkur á að hann geti bjargað sér í svo marga daga.

„Við erum sannfærð um að við höfum gert allt sem við getum til að finna Gus, en þrátt fyrir það hefur það ekki tekist. Af þeim sökum verður dregið úr leitinni að Gus,“ sagði Parrott en tók fram að leit yrði ekki hætt og málið rannsakað áfram. „Það eina sem við höfum komist að er hann hafi einfaldlega ráfað í burtu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Flutti til Bandaríkjanna til að láta drauminn rætast – Endaði svo í mörgum líkpokum

Flutti til Bandaríkjanna til að láta drauminn rætast – Endaði svo í mörgum líkpokum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu

Telur að á bak við flest vandamál heimsins séu aldraðir menn sem neita að sleppa takinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Varnarmálaráðherra boðar til dularfulls fundar – „Fólk er mjög órólegt. Það hefur ekki hugmynd um hvað þetta þýðir“ 

Varnarmálaráðherra boðar til dularfulls fundar – „Fólk er mjög órólegt. Það hefur ekki hugmynd um hvað þetta þýðir“ 
Pressan
Fyrir 1 viku

Slæmar fréttir fyrir Trump og baráttu hans fyrir friðarverðlaunum Nóbels – „Við kunnum ekki að meta það“

Slæmar fréttir fyrir Trump og baráttu hans fyrir friðarverðlaunum Nóbels – „Við kunnum ekki að meta það“