fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Pressan

Vegfarendur fundu nýfætt barn í pappakassa

Pressan
Þriðjudaginn 30. september 2025 06:00

Stúlkan er við ágæta heilsu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld á Filippseyjum leita nú logandi ljósi að konu sem fæddi stúlkubarn fyrir skömmu.

Stúlkan fannst ein og yfirgefin í pappakassa í vegkanti í borginni Tuguegarao þann 24. september síðastliðinn. Segja má að stúlkan sé stálheppin að vera á lífi.

Það var vegfarandi, amma á besta aldri, sem gekk fram á stúlkubarnið snemma að morgni miðvikudagsins í síðustu viku. Hún hafði samband við lögreglu og var barnið flutt til skoðunar á spítala þar sem í ljós kom að það var við góða heilsu.

Talið er að stúlkan hafi verið innan við eins dags gömul þegar hún fannst. Hún dvaldi á sjúkrahúsi í nokkra daga en er nú komin í hendur félagsmálayfirvalda á meðan lögregla rannsakar málið og reynir að komast að því hver móðirin er.

Jose Nartatez Jr., lögreglustjóri á svæðinu, segir í samtali við AP að tilviljun hafi í raun ráðið því að stúlkan fannst. Ef ekki hefði verið fyrir skjót viðbrögð vegfarandans væri stúlkan mögulega ekki á lífi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Rotnandi líkið í Teslunni – Segir galið að söngvarinn hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir barnaníð

Rotnandi líkið í Teslunni – Segir galið að söngvarinn hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét næstum lífið eftir að hún geispaði svo harkalega að hún braut á sér hálsinn

Lét næstum lífið eftir að hún geispaði svo harkalega að hún braut á sér hálsinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Systur sem lögðu minningarstað um Charlie Kirk í rúst leita til almennings um hjálp við að borga reikninginn

Systur sem lögðu minningarstað um Charlie Kirk í rúst leita til almennings um hjálp við að borga reikninginn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myndbandið fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla – Nú hefur unglingurinn hlotið dóm

Myndbandið fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla – Nú hefur unglingurinn hlotið dóm
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum

Elon Musk gekk of langt – Ríkisstarfsmenn endurráðnir eftir 7 mánaða frí á fullum launum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa

Óhugnanlegt myndband sýnir þegar hótelgestir áttu fótum sínum fjör að launa