fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Sláandi ummæli Fox-fréttamanns um heimilislaust fólk – „Drepum þau bara“

Pressan
Sunnudaginn 14. september 2025 16:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn Brian Kilmeade og einn þáttastjórnenda Fox and Friends lagði í vikunni til að heimilislaust fólk sem glímir við geðsjúkdóma verði hreinlega tekið af lífi. Þetta kom fram í þætti þar sem til umræðu var morð ungrar úkraínskrar flóttakonu, Iryna Zarutska, sem var stungin til bana um borð í lest í Norður-Karólínu.

Morðinginn átti sér langan sakaferil og glímir við geðklofa, en þáttastjórnendur voru á einu máli um að yfirvöld hefðu fyrir löngu átt að hafa tekið manninn úr umferð. Síðar barst talið almennt að stöðu heimilislausra og þeirra sem glíma við alvarlega geðsjúkdóma.

„Þetta er að gerast út um allt land og þetta er ekki spurning um peninga,“ sagði þáttastjórnandinn Lawrence Jones og bætti við að margir heimilislausir einstaklingar hefðu ekki nokkurn áhuga á að fá hjálp.

„Það er ekki hægt að gefa þeim neitt val. Annað hvort nýta þau þau úrræði sem við höfum til boða eða ákveða að þau láti læsa sig inni í fangelsi. Þannig þarf það bara að vera héðan í frá.“

Kilmeade var þó með róttækari lausn á þessum vanda. Heimilislausir ættu að fá þann valkost að vera teknir af lífi með banvænum lyfjaskammti líkt og fangar á dauðadeild.

„Eða eitthvað þannig. Drepum þau bara.“

Ummæli Kilmeade vöktu töluverða reiði og hann hefur nú beðist afsökunnar.

„Ég biðst afsökunar á þessum harðbrjósta ummælum, ég er augljóslega meðvitaður um að það haga sér ekki allir heimilislausir sem glíma við geðsjúkdóma eins og gerandinn í Norður-Karólínu og svo margt heimilislaust fólk á skilið samkennd frá okkur og samúð.“

Huffpost greinir frá. 

Fréttin hefur verið uppfærð með afsökunarbeiðni fréttamannsins. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“