fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Pressan
Sunnudaginn 14. september 2025 21:30

Gurpreet Singh

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að kvöldi 28. apríl árið 2019 átti hryllilegur atburður sér stað í rólegu íbúðahverfi í útjaðri borgarinnar Cincinnati í Ohio í Bandaríkjunum. Íbúar í hverfinu hringdi í neyðarlínuna og tilkynntu um mögulega hefðu verið framin morð.

Gurpreet Singh, 41 árs gamall maður, lýsti skömmu síðar hryllilegri aðkomu á heimili sínu. Útidyrnar voru opnar en inni í húsinu lágu fjórar manneskjur í blóði sínu. Er lögreglumenn komu á vettvang var Gurpreet úti í flutningabíl sínum. Hann var handtekinn á staðnum í öryggisskyni en á meðan handtöku stóð grátbað hann lögreglumennina um að hjálpa fólkinu sínu inni í húsinu. En þeim varð ekki bjargað. Hræðileg sjón blasti við lögreglumönnunum inni í íbúðinni. Eiginkona Gurpreets, tengdaforeldrar hennar og frænka hennar lágu öll í blóði sínu. Þau höfðu verið skotin til bana inni í svefnherbergjum sínum og þar af höfðu tengdaforeldrarnir verið skotin þar sem þau lágu sofandi í rúmi sínu.

Gurpreet sagðist hafa komið að opnum húsdyrum en engin ummerki voru um innbrot, þjófnað eða skemmdarverk. Illvirkið sem hér hafði verið framið virtist kaldrifjað, skipulagt og úthugsað, alls ekki framið í stundaræði.

Gurpreet sjálfur virtist hins vegar viti sínu fjær af angist og örvæntingu. Strax í byrjun lögregluyfirheyrslunnar bað hann lögreglumennina um að huga að börnunum hans og koma þeim í skjól. Börnin höfðu fyrir tilviljun ekki verið heima þetta kvöld heldur gistu hjá frændfólki. Gurpreet ók þeim þangað sjálfur og mátti því vita að þau væru örugg. En hann sagðist óttast að byssumaðurinn næði til þeirra.

Gögn leiddi í ljós að Gurpreet hafði verið í um hálftíma inni í húsinu áður en haft var samband við neyðarlínuna. Hann gaf þær skýringar á því að hann hefði reynt að gefa fólkinu vatn og hrista það. Það þótti lögreglumönnum í meira lagi grunsamlegt.

Enn grunsamlegri fyrir Gurpreet var þó vitnisburður nágranna hans sem stangaðist á við hans frásögn. Hann sagðist hafa gengið inn um opnar dyrnar á íbúðinni kl. 21:11 og komið að fólkinu í blóði sínu. En margir nágrannar sögðust hafa heyrt skothvelli kl. 21:15 og nokkru síðar mátti heyra Gurpreet öskra og að berja á dyrnar hjá nágrönnum og biðja um hjálp. Sagði hann þeim að hringja í lögregluna.

Gurpreet átti erfitt með að svara spurningum lögreglumanna því hann var í svo miklu uppnámi. Eða voru það undanbrögð? Þegar lögreglumenn kölluðu eftir mikilvægum upplýsingum átti hann það til að ofanda og komast í svo mikið uppnám að hann gat ekki svarað neinu af viti. Hann sagðist vilja gera allt til að hjálpa lögreglunni til að komast í botns í málinu en sýndi þann samstarfsvilja ekki í verki. Þess í stað krafðist hann þess að fá að fara heim því hann þyrfti að huga að börnunum sínum. Reyndi hann að yfirgefa lögreglustöðuna og þurftu lögreglumenn að beita hann valdi til að stöðva för hans. Bentu þeir honum á að hann væri í haldi lögreglunnar og mætti ekki fara. Hann neitaði þá að aðstoða lögregluna frekar eða svara fleiri spurningum án nærveru lögfræðings.

Var ekki sannsögull um samskipti í fjölskyldunni

Fjölskyldan var af indverskum ættum og hafði flutt til Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum. Aðspurður sagði Gurpreet að samskipti hans við eiginkonu og fólkið hennar væru með allra besta móti og engan skugga bæri á þau. Hann sagði hvorki hann né eiginkonu hans hafa verið ótrú. Aðspurður sagði hann að honum gengi vel fjárhagslega og engar deilur væru um peningamál í fjölskyldunni.

Rannsókn lögreglu leiddi allt annan veruleika í ljós. Gurpreet var stórskuldugur og hann og tengdafaðir hans áttu í harðvítugum deilum um þetta. Um það vitnuðu t.d. gögn á borð við rafrænt skilaboðaspjall sem lögregla rannsakaði.

Einnig kom í ljós að Gurpreet átti ástkonu í Indiana og hafði látið hana fá 20 þúsund dali fyrir innborgun í íbúð þar. Var hann með plön um að flytja með eiginkonu og börnum til Indiana í nágrenni við ástkonuna.

Gurpreet Singh var árið 2024 fundinn sekur um fjögur morð og dæmdur til dauða. Aftakan hefur ekki farið fram en lögfræðingar hans hafa ítrekað freistað þess að fá mál hans tekið upp að nýju og segja að sannanir fyrir sekt hans hafi verið ónógar. Nánar er fjallað um málið í myndbandinu hér að neðan sem sýnir auk þessa eina af lögregluyfirheyrslunum yfir Gurpreet Singh.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 4 dögum

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda

903 daga martröð doktorsnemanda loks á enda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“

Móðir tók inn ketamín í unglingapartý til að fræða dóttur sína um fíkniefni- „Vanhugsuð tilraun til að vera gott foreldri“