fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Pressan

Nýjasta uppátæki Trumps vekur athygli – Gerði þessar breytingar á veggjum Hvíta hússins

Pressan
Mánudaginn 11. ágúst 2025 16:30

Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir. Nýjasta uppátæki hans hefur vakið talsverða athygli en það snýr að röðun málverka af fyrri forsetum Bandaríkjanna á veggjum Hvíta hússins.

Samkvæmt heimildum CNN hefur Trump ákveðið að færa myndir af Barack Obama, George W. Bush og George H.W. Bush á minna sýnileg svæði í Hvíta húsinu.

Samkvæmt heimildum CNN hangir myndin af Obama nú efst í Grand Staircase-tröppunum, svæði sem aðeins er aðgengilegt fyrir forsetafjölskylduna, leyniþjónustuna og tiltekna starfsmenn – langt utan sjónsviðs þúsunda gesta sem heimsækja Hvíta húsið daglega.

Myndir beggja Bush-forsetanna hafa einnig verið fluttar á sama afskekkta stað, samkvæmt heimildum CNN.

Aðgerðin er talin undirstrika viðvarandi spennu á milli Trumps og forvera hans í embætti. Obama er ekki í miklum metum hjá Trump en stutt er síðan hann sakaði Obama og teymi hans um landráð í forsetakosningunum 2016. Þá er saga um ágreining milli Trumps og Bush-fjölskyldunnar en George H.W. Bush heitinn kallað Trump einu sinni „rugludall“.

Í gegnum árin hefur venjan verið sú að málverk nýlegra Bandaríkjaforseta eru sýnd á áberandi stað við inngang Hvíta hússins þar sem þau sjást glögglega við opinbera viðburði og í ferðum almennings.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump grípur til sambærilegra aðgerða en á fyrsta kjörtímabili sínu sem forseti skipti hann út málverkum af Bill Clinton og George W. Bush fyrir myndir af William McKinley og Theodore Roosevelt. Þá er þess getið í umfjöllun CNN að málverk af Joe Biden hafi enn ekki verið fullgert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni

Finnur fyrir „ógleði“ vegna aldursmunarins í Litla húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 1 viku

Sögðu áhrifavaldinn hafa látist í hræðilegu slysi – Nú er sannleikurinn kominn í ljós

Sögðu áhrifavaldinn hafa látist í hræðilegu slysi – Nú er sannleikurinn kominn í ljós