fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Pressan

Leikkona harðlega gagnrýnd fyrir að nota sæði eiginmannsins eftir skilnaðinn og án hans samþykkis

Pressan
Miðvikudaginn 16. júlí 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kóresk leikkona hefur gengist við því að hafa orðið þunguð eftir fyrrverandi eiginmann sinn, án hans samþykkis. Hjónin áttu fyrir eitt barn saman og áttu frosinn fósturvísi sem leikkonan ákvað að láta setja upp hjá sér eftir skilnaðinn án þess að hafa borið það undir sinn fyrrverandi.

Leikkonan Lee Si-young hefur fengið yfir sig harða gagnrýni. Hún sagði í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum að hún hefði verið yngri þegar frumburður hennar kom í heiminn og ekki náð að vera sú fullkomna móðir sem hana dreymdi um að vera. Si-young er 43 ára í dag.

„Því lofaði ég sjálfri mér að fengi ég annað tækfæri myndi ég ekki sjá eftir nokkru. Ég hafði undirbúið mig undir að eignast annað barn mitt með aðstoð tæknifrjóvgunar á meðan ég var gift.“

Hún fór í eggheimtu, fyrrverandi maður hennar gaf sæði og úr því urðu til fósturvísar. Áður en Si-young náði að fara í uppsetningu voru hún og eiginmaður hennar farin að ræða skilnað. Þegar skilnaðurinn var loks frágenginn fékk hún skilaboð frá frjósemisstofunni sinni um að geymslutími fósturvísanna væri að renna út. Hún þurfti því að taka ákvörðun og ákvað að fara í uppsetningu.

„Þó að ég hafi ekki beðið um samþykki frá hinum aðilanum mun ég taka fulla ábyrgð á ákvörðun minni.“

Si-young sagðist sætta sig við gagnrýnina en hún ætlar nú að einbeita sér að frumburði sínum og vaxandi lífinu innra með henni.

Fyrrverandi maður hennar, Cho Seong-hyun, hefur gefið út að þó að hann sé ekki sáttur með framferði sinnar fyrrverandi muni hann taka þátt í lífi ófædds barns síns.

Netverjar áttu varla orð. Þarna hafi greyið Seong-hyun verið settur í ómögulega stöðu. Hann hafi ekki samþykkt þetta og eins sé það ekki raunhæfur valkostur að taka ekki þátt í lífi barnsins sem verður alsystkin frumburðar hans.

Daily Mail greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Borðaðu meira grænmeti og minna kjöt ef þú vilt lifa lengur

Borðaðu meira grænmeti og minna kjöt ef þú vilt lifa lengur
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir

Hélt að þetta væri ókeypis – Fékk reikning upp á tæpar tvær milljónir