fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Pressan

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Pressan
Þriðjudaginn 6. maí 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eddie Hall, fyrrverandi sterkasti maður heims, lét nokkra vegfarendur finna fyrir því þegar þeir komu að heimili hans og þeyttu bílflauturnar.

Myndband af atvikinu hefur vakið talsverða athygli í netheimum og birti breska blaðið The Sun það á vef sínum í morgun.

Eddie, sem er 37 ára, er búsettur í Newcastle-under-Lyme en hann segir að ökumenn á þremur bílum hafi komið fyrir utan heimili hans, að því er virðist til þess eins að áreita hann. Börn hans hafi vaknað þegar ökumennirnir byrjuðu að flauta.

Í yfirlýsingu sem hann birti á Facebook-síðu sinni segist hann hafa beðið mennina vinsamlegast um að fara eftir að hafa dvalið fyrir utan húsið í korter.

„Þið gerðuð það ekki og mynduðuð síðustu 30 sekúndurnar af samskiptum okkar þegar þið voruð búnir að vera fyrir utan í samtals 25 mínútur,“ sagði hann og viðurkennir að hafa misst stjórn á skapi sínu. „Ég ríf af þér hausinn,“ sagði Eddie meðal annars en í upptökunni heyrist að barn var í bílnum sem var augljóslega skelkað yfir því sem var að gerast.

„Ef þið haldið að það sé í lagi að ónáða heimili mitt og vekja börnin þín þá eruð þið ekki eðlilegar manneskjur. Við sjáum öll rautt þegar kemur að því að vernda fjölskyldur okkar. Heimili mitt er ekki almenningsstaður og ég er ekki almenningseign,“ sagði Eddie sem baðst að lokum afsökunar á að hafa gert barnið í bílnum hrætt.

Eddie Hall varð sterkastur í heimi árið 2017 en árið áður hafði hann slegið heimsmet í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 500 kílóum fyrstur manna. Eftir að hann lét staðar numið í kraftlyftingum lét hann til sín taka í bardagaíþróttum og er skemmst að minnast bardaga hans og Hafþórs Júlíusar Björnssonar árið 2022 þar sem Hafþór hafði betur á stigum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“